Hvalur sleit háspennujarðstreng

Heimild:  

 

Febrúaer 2017

Sá óvenjulegi atburður átti sér stað að hvalreki skammt vestan við Landeyjarhöfn olli sliti á háspennujarðstreng sem liggur að hafnarsvæðinu og olli við það rafmagnstruflun. Rigningarvatn safnast gjarnan upp við mörkin á grónu landi og sandfjörunni sem riður sér farveg fram í sjó þegar uppsöfnunin er orðin mikil í vætutíð. Þarna hafði myndast vatnsrás þvert á háspennustrenginn og skolað ofan af honum sandinum. Mikið hafrót var þegar atvikið átti sér stað, allt að 10 m ölduhæð, sem náði að skola hræi af hval upp eftir vatnsrásinni og yfir strenginn sem ekki þoldi álagið og slitnaði.

Fleira áhugavert: