Vatnstjón – Ending lagnakerfa

Heimild:  mbl

 

Ágúst 2004

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

Ný lagnaefni á markaðnum eru yfirleitt meðfærileg og tengingar eru einfaldar í framkvæmd, segir Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir verkfræðingur. Hin nýju efni kalla þó á nýja hugsun og önnur vinnubrögð lagnamanna.

Vatnstjónum á Íslandi hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og kostnaður vegna þeirra er orðinn verulega hár.Vegna þessa hafði vatnstjónaráð frumkvæði að samræmdu skráningarátaki um vatnstjón í samvinnu við Samband íslenskra tryggingafélaga og aðildarfélög þess, Íbúðalánasjóð og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.

Vegna fréttar Morgunblaðsins sunnudaginn 11. júlí sl. um helstu niðurstöður skýrslunnar þykir rétt að fram komi hvernig fjöldi tjóna skiptist eftir lagnakerfum (mynd 1) og eftir því hvaða lagnaefni átti í hlut (mynd 2). Var þar um að ræða stállagnir í tæpum 60%, plastlagnir í 15% tilfella (flest vegna frárennslis) og eir í 9% tilfella. Ending lagnakerfa er háð aðstæðum og því lagnaefni sem um ræðir, en áætla má að endingartími lagna í byggingum sé oft á bilinu 30-50 ár. Þetta leiðir hugann að meginatriði málsins sem er að lagnakerfi húsa endast ekki jafnlengi og byggingin sjálf. Lagnir skulu því vera lagðar aðgengilegar og einfalt á að vera að koma að þeim til eftirlits og viðhalds. Rétt hannað rör í rör kerfi uppfyllir þessi skilyrði, auk lagna sem lagðar eru sýnilegar til eftirlits og viðhalds.


Raki í umhverfi hulinna lagna meginorsök tjóna

Niðurstöðurnar sýndu að ytri tæring vegna raka í umhverfi innsteyptra stállagna er ennþá ein meginorsök vatnstjóna. Hefð er fyrir því hér á landi að vatns- og frárennslislagnir séu Vatnstjónóaðgengilegar, huldar í veggi og gólf bygginga. Langur tími getur liðið áður en leki frá lögnum uppgötvast, lítill leki getur því náð að valda miklum usla áður en skaðinn verður sýnilegur og tjónið því margfalt meira og viðgerðir umfangsmeiri og dýrari en ella hefði orðið.

 

Nýjar hættur

Vænta má að tjónum vegna tæringar fækki á komandi árum vegna aukinnar notkunar plastlagna, sérlega rör í rör kerfa. Hér koma þó nýjar hættur til sögunnar, þar sem of algengt er að hugsunin með rör í rör kerfum nái ekki alla leið til loka framkvæmda og ekki sé vandað nægjanlega til efnisvals.Rör í rör kerfi þarf að hanna og leggja þannig að hugsanlegur leki komi fram á stöðum þar sem hans verður vart og þar sem hann veldur ekki tjóni. Ganga þarf vel frá tengigrind og deilirörum og staðsetja þar sem leki veldur ekki skaða. Þá sýnir reynslan undanfarin ár að tjónum sem rakin eru til samskeyta í lagnakerfum fari fjölgandi.

Ný lagnaefni á markaðnum eru yfirleitt meðfærileg og tengingar eru einfaldar í framkvæmd. Hin nýju efni kalla þó á nýja hugsun og önnur vinnubrögð lagnamanna. Of algengt er að tengingar leki fljótlega eftir að lögn er tekin í notkun vegna þess að röng verkfæri hafa verið notuð eða leiðbeiningum framleiðenda ekki fylgt á annan hátt.

Fleira áhugavert: