Íslands­hót­el – Fresta hót­elupp­bygg­ingu í höfuðborg­inni?

Heimild:  

 

Apríl 2017

Smella á mynd til að stækka

Íslandshótel munu fresta framkvæmdum á hóteluppbyggingu í borginni ef verður af hækkun virðisaukaskatts. Hækkunin hefur mest áhrif á minni hótel á landsbyggðinni, segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskattur á ferðaþjónustu að hækka upp í 24 prósent næsta sumar. Íslandshótel reka 18 hótel um allt land. Davíð Torfi segir að meira sér um afbókanir nú, bæði frá hópum sem ætluðu að koma í sumar og á næsta ári.

„Við erum að sjá líka að hvataferðir, ráðstefnuferðir sem var verið að bóka fyrir 2018, þær eru að afbókast út af óvissunni, þannig að þetta hefur bara gífurleg áhrif saman, bæði þessi umræða um þessa virðisaukahækkun og svo auðvitað styrking krónunnar.“

Ferðamönnum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi, jafnvel hraðar en innviðirnir þola. Er þessi hækkun ekki tilvalin til að slá á fjölgun ferðamanna?
„Auðvitað er rétt, ferðamönnum hefur fjölgað mjög hratt en það á að nota aðrar aðferðir heldur en að beita svona breytingu á skatta á sköttum sko.“ Til dæmis væri betra að stýra ferðamönnum inn í landið.

Framkvæmdir á Blómavalslóðinni,  við stækkun Grand Hótels í Reykjavík, opnun á nýju hóteli í Lækjargötu og  hótel í Sjallanum á Akureyri áttu að hefjast á þesu ári.

„Ef að þessi hækkun á virðisaukanum kemur inn að þá þurfum við að endurskoða þennan framkvæmdatíma. Komið þið til með að fresta þessu eitthvað? Já það er alveg ljóst við þurfum að gera það.“

Davíð Torfi segir að svona mikil hækkun muni hafa áhrif og erfiðara verði að reka hótelin á landsbyggðinni. Íslandshótel séu til dæmis með hótel á Fáskrúðsfirði.

„Auðvitað er mest nýting yfir sumarmánuðina. Þarna erum við með mikla fjárfestingu og það hótel, þegar svona hækkun kemur þar svona inn og víða annars staðar á landinu hjá okkur, það verða rauðar tölur í þeim rekstri.“

Erfiðasta afkoman verður hjá minni hótelum á landsbyggðinni.

„Þannig að þessi virðisaukaskattshækkun mun hafa mikil áhrif á marga.“


Fleira áhugavert: