Vindaborg Þykkvabæ – 13 Myllur 45 MW

Heimild:  

 

Apríl 2017

Skipu­lags­stofn­un hef­ur fall­ist á til­lögu Bi­okraft ehf. að matsáætl­un fyr­ir vindorku­ver norðan Þykkvabæj­ar.

Sam­an­lagt afl vind­mylln­anna, sem verða alls 13, er áætlað að verði 45 MW. Ýmsar at­huga­semd­ir eru þó gerðar við til­lög­una og úr ýmsu þarf að bæta í end­an­legri áætl­un, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Góð reynsla er af virkj­un vindorku í Þykkvabæ, en á veg­um Bi­okraft voru tvær vind­myll­ur sett­ar þar upp í til­rauna­skyni árið 2014. Á þeirri reynslu, með öðru, verður byggt í þeim fram­kvæmd­um sem nú eru á teikni­borðinu. Mast­ur þeirra þrett­án vind­myllna sem á að reisa verður 92,5 metr­ar á hæð og þver­mál snún­ings­flat­ar spaða um 113 metr­ar. Hæsti punkt­ur spaða í topp­stöðu verður 149 metr­ar.

Fleira áhugavert: