Blautþurrkur á ströndum Bretlands

Heimild:  

 

Apríl 2017

Gríðarleg­um fjölda blautþurrka skol­ar nú upp að strönd­um Bret­lands. Þurrk­un­um er sturtað niður í kló­settið og ógna þær líf­ríki sjáv­ar, áa og vatna.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri frétt um málið á vef Sky-frétta­stof­unn­ar.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa varað við spreng­ingu í notk­un blautþurrka sem eru mjög lengi að brotna niður í nátt­úr­unni. Sé þeim sturtað í kló­settið enda þær í ám og sjó.

Í grein Sky er m.a. rætt við Debbie Leach frá um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­un­um Thames 21 en þau standa nú að vit­und­ar­vakn­ingu og von­ast til þess að geta náð eyr­um og aug­um al­menn­ings. Veit­ur hér á Íslandi hafa einnig áhyggj­ur af þessu og í her­ferð þeirra gegn blautþurrk­um seg­ir að þær séu mar­tröð í píp­un­um.

Leach er ekk­ert að skafa utan af því þegar hún fjall­ar um blautþurrk­ur í bresk­um ám og seg­ir þær „al­gjör­lega ógeðsleg­ar“.

„Þarna má finna lög á lög ofan af blautþurrk­um og þær verða hér í mjög lang­an tíma því það er plast í þeim sem er lengi að brotna niður í nátt­úr­unni,“ seg­ir hún. Hún seg­ir að rann­sókn sýni að sjö af hverj­um tíu flyðrum í Thames-ánni sé með plast í maga sín­um.

„Við not­um sí­fellt meira af blautþurrk­um í okk­ar dag­lega lífi og við við sjá­um það á ánni Thames. Þetta er al­gjör­lega ónauðsyn­legt. Ekki henda þeim í kló­settið.“

Blautþurrk­urn­ar eru ekki aðeins hættu­leg­ar dýra­lífi, þær eru lýti í um­hverf­inu og hafa auk þess breytt ásýnd ár­bakka og fjara, því magnið er svo mikið.

Fleira áhugavert: