Kaldárbotnar – Vatnsból Hafnarfjarðar

Heimild:  

 

Maí 2002 var gestum var veitt leiðsögn um vatnsbólin og rakin saga beinnar og óbeinnar vatnsöflunar í 84 ár.

kaldarbotnar-1Þetta tækifæri er einnig nýtt til þess að heiðra Jón Jónsson jarðfræðing fyrir störf hans að hinni fyrstu eiginlegu vatnsvernd, sem sett var á höfuðborgar-svæðinu á sjöunda áratug liðinnar aldar. Höfuðborgarsvæðið allt hlýtur að standa í þakkarskuld við þá menn sem höfðu til að bera þá framsýni og þekkingu sem til þurfti, við aðstæður í umhverfismálum sem voru allt aðrar en við þekkjum í dag.
Ekki þarf að fjölyrða um það tjón sem af hefði hlotist ef efnisnámur, sumarbústaðir, sorphaugar, vegir og bensínstöðvar hefðu fengið að byggjast upp á þeim svæðum sem lögð voru undir þessa fyrstu vatnsvernd. Enda var það ekki reiðilaust af hálfu ýmissa hagsmunaaðila sem að töldu sig býða tjón af.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Jónssonar var það að undirlagi þáverandi vatnsveitustjóra í Reykjavík, Þórodds Th. Sigurðssonar, að þessi vinna hófst.
Jón gerði sér fljótlega ljóst að það grunnvatn sem notað var tengdist bergsprungum og misgengjum sem höfðu það mikla útbreiðslu að víðtæk friðun varð að eiga sér stað ef takast ætti að tryggja vatnsgæðin til frambúðar.
Haustið 1964 kemur út skýrslan “Um verndun grunnvatns” eftir Jón Jónsson og þeirri skýrslu fylgdi jarðfræðikort með bergsprungum og misgengjum í mælikvarðanum 1:100.000. Þetta kort varð svo grunnurinn að fyrsta kaldarbotnar-2vatnsverndarkorti höfuðborgarsvæðisins sem út kom í árslok 1968 og var undirritað af oddvitum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Þessi tímamótaskýrsla lagði megin línurnar um umgengni og takmarkanir í kringum vatnsbólin og tók ekki síst til Kaldárbotna. Til gamans má grípa niður í kaflann um Kaldárbotna en þar stendur meðal annars:
“Vatnsinntakið er í misgengissprungu þeirri sem myndar vesturbrún Helgadals… Þegar að grunnvatnsborð er það hátt í Kaldárbotnum að það kemur fram líka í Helgadal, má þar sjá hvernig vatnið streymir eftir sprungunni …. og rennur þannig beint í inntakið. Nú eru haldnar samkomur í Helgadal á sumri hverju og má sjá þess menjar í gjánni lengi á eftir…”
Nokkru aftar í skýrslunni kemur svo ráðgjöf um það að Helgadal og Kaldárbotna alla ætti skilyrðislaust að friða og girða af með mannheldri girðingu og að “sá nýi vegur sem um dalinn hefur verið lagður er lítt til bóta og alltof nærri vatnsbólinu.”
Hafnfirðingar tóku þessar ábendingar til greina með þeim árangri að Kaldárbotnar urðu eitt öruggasta, tryggasta og hagkvæmasta vatnsból á landinu og munu verða lengi enn.
Það er eftirtektarvert að það er fyrst snemma á 20. öldinni sem þéttbýlistaðirnir sem að nú mynda höfuðborgarsvæðið, kaldarbotnar-5koma sér upp vatnsveitum. Hafnarfjörður 1908, Reykjavík 1909. Það er ekki fyrr en 1951 sem að Hafnarfjörður fer að nýta beint það mikla grunnvatn sem að fellur um Kaldársel og nágrenni. Vatni úr Kaldá hafði þó verið veitt inn á vatnasvið Lækjarbotna 1918 en þar var fyrsta eiginlega vatnsból Hafnarfjarðar.
Nýting Hafnarfjarðar á hinum mikla grunnvatnsstraumi sem liggur m.a. um Kaldárbotna, var þó ekki vandræðalaus. Því réði fyrst og fremst skortur á þekkingu. Talsverðum fjármunum var varið til lagnar aðveituæðar sem að enn er í fullu gildi en mjög litlu varið til vatnsbólanna sjálfra. Afleiðingar þessa voru þær að þegar að vatnsbólin þornuðu upp í langvarandi þurrkum, þá voru inntaksmannvirkin það ófullkomin að ekki var með góðu móti hægt að afla vatnsins, þó svo að nægt vatn hafi verið til staðar.
Vanþekking á grunnvatninu kristallast í því, að um árabil voru haldnar samkomur í Helgadal skammt norðan Kaldárbotna og þar komið fyrir salernisaðstöðu fyrir gesti. Samskonar vandamál voru á ferðinni á vatnasviði Gvendarbrunna í Reykjavík.
Á árunum upp úr 1980 voru truflanir á rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar nokkuð algengar en þar var í flestum tilfellum ekki um að ræða vatnsskort heldur mismunandi áherslur í rekstri veitunnar. Þetta kom vel í ljós þegar líða tók á áratuginn.
kalda-321Hinsvegar var mótuð áætlun um könnun á grunnvatni með borunum á aðliggjandi svæðum. Að því máli komu margir aðilar en Hafnfirðingar stóðu einir að þessum athugunum enda aðrar vatnsveitur ekki starfandi á vatnasviði Kaldár fyrr en í Vatnsendakrikum en þangað eru þó aðeins tæpir 4 km frá Kaldárbotnum.
Það eru því athuganir Vatnsveitu Hafnarfjarðar annarsvegar og Vatnsveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) hinsvegar sem að hafa lagt til þekkingu á grunnvatninu. Vatnsveita Reykjavíkur á norður- og austurhlutanum en Vatnsveita Hafnarfjarðar á suður og vesturhlutanum.
Staða mála í dag [2011], er sú að fyrir dyrum er heildarendurskoðun vatnsverndar og þá vinnu munu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) væntanlega leiða.

Fleira áhugavert: