Kársnesið – Fyrirhuguð uppbygging

Heimild:  

 

Smella á mynd til að stækka

Apríl 2017

Hönn­un nýrr­ar brú­ar yfir Foss­vog gæti haf­ist á næsta ári ef áætlan­ir ganga eft­ir. Brú­in mun tengja sam­an Kópa­vog og Reykja­vík. Birg­ir Hlyn­ur Sig­urðsson, skipu­lags­stjóri Kópa­vogs, reikn­ar með því að í sum­ar verði haf­ist handa við að kynna breyt­ingu á skipu­lagi beggja sveit­ar­fé­laga svo brú­in geti orðið að veru­leika.

„Sam­hliða skipu­lags­vinn­unni verður unnið um­hverf­is­mat vegna þess­ara áætl­ana og bún­ir til ákveðnir hönn­un­ar­skil­mál­ar fyr­ir mann­virkið, sem brú­in vissu­lega verður. Ef ég man rétt yrði þetta ein lengsta göngu- og hjóla­teng­ing milli sveit­ar­fé­laga í norðan­verðri Evr­ópu, eða allt að 270 metr­ar,“ seg­ir hann.

„Stefnt er að því að al­menn­ings­vagn­ar aki yfir brúna ásamt gang­andi og hjólandi um­ferð. Helst vildi ég hafa þetta þannig að al­menn­ings­vagn­inn væri á aðskildri ak­braut. Hún þyrfti ekki að vera tví­breið fyr­ir vagn­inn held­ur þyrfti aðeins að vera lína yfir fyr­ir vagn­inn. Vegna flug­braut­ar­inn­ar get­ur brú­in aldrei verið fal­leg boga­brú eins og við sjá­um víða er­lend­is. Við erum bund­in af ákveðinni hæð.“

Birg­ir Hlyn­ur seg­ir að fyr­ir 2-3 árum hafi verið áætlað að kostnaður við brúna yrði 1,2 til 1,3 millj­arðar.

Hér má sjá áformaða brú yfir Fossvog og brýr yfir ...

Hér má sjá áformaða brú yfir Foss­vog og brýr yfir fyr­ir­hugaðar bíl­laus­ar eyj­ar. Teikn­ing/​Spot on Kárs­nes

 

Sam­tals 1.200 íbúðir

Kárs­nesið mun taka stakka­skipt­um á næstu árum. Fyr­ir­hugað er að byggja sam­tals um 1.200 íbúðir í bryggju­hverfi við Foss­vog og á nokkr­um reit­um á Kárs­nesi í ná­grenni gamla hafn­ar­svæðis­ins. Þá er áformað að byggja tugi þúsunda fer­metra af at­vinnu­hús­næði. Raun­ar er þegar búið að byggja, eða byrjað að byggja, um þriðjung íbúða í nýja bryggju­hverf­inu við Nausta­vör.

Birg­ir Hlyn­ur seg­ir verk­efnið eiga sér lang­an aðdrag­anda. Í byrj­un ald­ar­inn­ar hafi verið hug­mynd­ir um haf­skipa­höfn í Kárs­nesi. Meðal ann­ars vegna mót­mæla íbúa hafi þær hug­mynd­ir verið sett­ar til hliðar og lagt upp með blandaða byggð af íbúðum og at­vinnu­hús­næði.

Hann seg­ir fyr­ir­hugaða brú yfir Foss­vog lyk­il­atriði í upp­bygg­ingu á hafn­ar­svæði Kárs­ness. Brú­in muni stór­bæta sam­göng­ur og mynda nýj­an sam­göngu­ás um Bakka­braut og norður til miðborg­ar Reykja­vík­ur.

Árið 2015 var þró­un­ar­svæðið á Kárs­nesi valið til þátt­töku í nor­rænni ný­sköp­un­ar­sam­keppni. Greint var frá vinn­ingstil­lög­unni í júní í fyrra­sum­ar. Hún heit­ir Spot On Kárs­nes og er vinn­ingstil­lag­an höfð til hliðsjón­ar við gerð deili­skipu­lags á hafn­ar­svæðinu. Það hef­ur verið í mót­un.

Á miðri mynd er búið að teikna drög að menningarhúsum ...

Á miðri mynd er búið að teikna drög að menn­ing­ar­hús­um við sjó­inn. Teikn­ing/​Skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi

Menn­ing­ar­hús í skoðun

Birg­ir Hlyn­ur seg­ir hug­mynd­ir hafa komið fram um nátt­úrugripa­safn á Kárs­nesi. Til skoðunar sé að byggja hús fyr­ir menn­ing­ar­stofn­un.

Fram hef­ur komið að flug­fé­lagið WOW Air hef­ur fengið út­hlutaðar lóðir und­ir nýj­ar höfuðstöðvar á Vest­ur­vör 38a og 38b. Sam­kvæmt til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi er lóðin Vest­ur­vör 38a stækkuð úr 5.000 fer­metr­um í 8.900 fer­metra og bygg­ing­ar­magnið aukið úr 3.000 fer­metr­um í 12.000 fer­metra. Þá er bygg­ing­ar­reit­ur færður til norðurs. Gert er ráð fyr­ir 6.800 fer­metra niðurgraf­inni bíla­geymslu og verða þar 200 af 240 bíla­stæðum á lóðinni. Þá er gert ráð fyr­ir sams­kon­ar breyt­ing­um á lóðinni Vest­ur­vör 38b og verður bygg­ing­ar­magn þar líka 12.000 fer­metr­ar. Há­marks mæn­is­hæð bygg­inga í Vest­ur­vör 38b verður 27 metr­ar en 15 metr­ar í Vest­ur­vör 38a.

Að sögn Birg­is Hlyns áform­ar WOW Air að byggja höfuðstöðvar og hót­el á svæðinu. Vest­ast á at­hafna­svæði Kárs­ness eru jafn­framt uppi hug­mynd­ir um ferðatengda þjón­ustu og svo­kallað baðlauga­svæði í nátt­úru­legri um­gjörð, með bún­ingsaðstöðu ásamt þjón­ustu­bygg­ing­um, veit­ingaaðstöðu og íþróttamiðstöð. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru þar hug­mynd­ir um „Spa hót­el“.

Fyrirhugað er að reisa fjölda glæsilegra íbúða við sjóinn.

Fyr­ir­hugað er að reisa fjölda glæsi­legra íbúða við sjó­inn. Teikn­ing/​Björn Skapta­son/​Atelier arki­tekt­ar

Dregið úr um­ferðar­hraða

Birg­ir Hlyn­ur seg­ir að gripið verði til marg­vís­legra mót­vægisaðgerða vegna auk­inn­ar byggðar vest­ast á Kárs­nesi. Um­ferðar­hraða verði haldið inn­an marka og al­menn­ings­sam­göng­ur efld­ar. Mark­miðið sé að hvetja fólk til að breyta ferðavenj­um sín­um þannig að það dragi úr vægi einka­bíls­ins í ferðamynstri sínu og nýti sér bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur á svæðinu. Hug­mynd­ir séu uppi um að breyta götu­mynd Kárs­nes­braut­ar, Kópa­vogs­braut­ar og Vest­ur­var­ar, með því að ak­rein­ar verða mjókkaðar og gang­stétt­ar breikkaðar. Slíkt dragi úr öku­hraða og liðki til fyr­ir gang­andi og hjólandi um­ferð. Fleiri aðgerðir séu í und­ir­bún­ingi og til skoðunar.

Sam­kvæmt vinn­ingstil­lög­unni, Spot on Kárs­nes, yrði sund­laug á miðri brúnni yfir Foss­vog. Birg­ir Hlyn­ur seg­ir að nú sé ekki gengið út frá því að hafa þar sund­laug. Hug­mynd­in sé þó spenn­andi.

Hann seg­ir hug­mynd­ir vinn­ingstil­lög­unn­ar um tvær bíl­laus­ar eyj­ar, sem tengja myndu Kárs­nesið og Bessastaðanes allr­ar at­hygli verðar. „Þær gætu orðið hluti af mik­illi sam­göngu­bót fyr­ir gang­andi og hjólandi og jafn­vel al­menn­ings­vagna.“

Fleira áhugavert: