Fráveitur til sveita – Leiðbeiningar um frágang og hirðu rotþróa og malarbeða

Heimild:  

 

1997

Leiðbeiningar um frágang og hirðu rotþróa og malarbeða

Skólp frá heimilishaldi og annarri starfsemi í dreifbýli þarf að hreinsa og skila út í náttúruna á viðunandi hátt. Ástæða þessa er:
Smithætta. Allt skólp, sem ekki hefur verið sótthreinsað, getur borið smitsjúkdóma, sull, salmonellu o.fl.
Sjónmengun. Fráveituskurðir, sem illa hreinsuðu skólpi er veitt í, eru alltaf til lýta.
Mengun á lífríkinu. Óhreinsað skólp inniheldur verulegt magn áburðar- og næringarefna, sem geta raskað lífríkinu.
Víða má samnýta rotþrær og siturlagnir fyrir fleiri en eitt íbúðar-hús eða sumarbústað og auka þar með hagkvæmni og létta umhirðu.
Við skipulagningu sumarhúsa- eða íbúðarhúsasvæða verður að taka fráveitumálin með frá upphafi, huga að staðsetningu rotþróa og siturlagna, mögulegri samnýtingu og samspili fráveitna og vatnstöku. Á þann hátt er auðvelt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm mistök og mengun vatnsbóla.

Fráveitur frá íbúðarhúsum og sumarbústöðum
Rotþró
Hlutverk rotþróar er:
· Botnfelling svifefna
· Fitufleyting
· Niðurbrot á lífrænum efnum
Til að rotþró geti skilað hlutverki sínu þarf skólpið að fá að renna hægt í gegnum hana. Rotþró getur verið hætt að virka án þess að stíflast, því straumrásir geta myndast í seyrunni og rennur þá skólpið með svipuðum hraða í gegnum þróna og í lögnunum. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með og tæma þróna reglulega. Einnig þéttist setið í þrónni þannig að erfitt getur verið með tæmingu.

Allt skólp frá venjulegu heimilishaldi má fara í þróna. Þróin nær yfirfeitt að deyfa áhrif eiturefna þannig að gerjun sé tryggð.
Ef gerjun í rotþró stöðvast, er það oft vegna of lágs sýrustigs. Sýrustig í rotþróm á að vera milli 6 og 8 til að gerjun geti átt sér stað. Hægt er að kaupa pappírsborða í apótekum til að mæla sýrustigið í þrónni. Einfaldast er að mæla í frárennslinu frá þrónni, ef það er aðgengilegt, annars í einhverju hólfanna.
Til að hækka sýrustigið er hægt að hella kalki í klósett eða beint í þróna. Ekki má setja of mikið kalk, því sýrustig um og yfir 8 hemur einnig gerjun.
Ef rotþró er of lítil má bæta hana með því að bæta við tanki, helmingi af stærð ráðlagðrar þróar, fyrir framan þá þró sem er til, staðar. Dæmi um rétt útfærða rotþró er á mynd 1 .

Aðrar útfærslur eru að sjálfsögðu mögulegar, en nokkur atriði þurfa alltaf að vera uppfyllt:· 3 hólf
· 3000 l
· Þétt lok
· 5 cm hæðarmunur á inn- og úttaki
· T-stútur við inn- og úttak
· Fyrsta hólf helmingur af heildarrúmmáli.
· Loftræsting á fyrsta hólfi, helst á öllum.
· Regluleg tæming (1-2 ár)Hollustuvernd ríkisins hefur sett fram eftirfarandi töflu um stærð rotþróa við íbúðarhús og sumarbústaði:

Tafla : Stærð rotþróa

Fjöldi íbúa Íbúðarhús Sumarbústaðir
(lítrar) (lítrar)
4 3000 1500
8 3600 1800
12 4400 2200
16 5200 2600
20 6000 3000

Ef lagnir frá húsum eru langar, geta lyktandi lofttegundir myndast í þvílíkum mæli, að vatn í vatnslásum verði illa lyktandi. Ef rotþró er ekki loftræst, leysist vandamálið við að setja loftræstingu á hana, en annars þarf að loftræsta skolplögn við húsvegg.

Tæming
Við hönnun flestra rotþróa er gert ráð fyrir tæmingu á 1-2 ára fresti. Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við tæmingu rotþróa :· Skilja um 1/10 af botnsetinu eftir til að gerjun fari betur af stað.
· Ef skánin ofaná vatninu er ekki alveg loftþétt, ætti ekki að hreyfa við henni því hún gegnir hlutverki við niðurbrot.
· Fylla rotþróna með vatni, svo gerjun komist fyrr í gang.
· Losa skal seyru á viðurkenndum seyrulosunarstöðum. Hafa skal samráð við heilbrigðiseftirfit sveitarfélagsins um losun seyru.

Siturlögn og malarbeð
Þó að frárennsli úr rotþró virðist tært er það ekki hreint, því vatn úr rotþróm inniheldur verulegt magn gerla og uppleystra næringar- og áburðarefna. Bera skurðir, sem slíku vatni er veitt í, þess greinileg merki.
Einföld aðferð við að hreinsa frárennslið er að veita því í siturlögn sem liggur í malarbeði. Vel útfærð siturlögn hreinsar stærsta hluta þeirrar mengunar sem er í frárennslinu (80-90 % lífrænnar mengunar).
Frárennslið dreifist yfir beðið og gerlar í mölinni fjarlægja næringar- og áburðarefni, áður en vatnið lekur í grunnvatnið. Öflugasta hreinsunin næst ef nægjanlegt súrefni er til staðar. Þess vegna ætti siturlögnin að vera með lofræstistút.
Ef siturlögn er ekki vel loftræst eykst hættan á stíflum og malar-beðið endist skemur.
Nokkur atriði þarf að hafa í huga við frágang siturlagnar og malarbeðs:· Loftun á siturlögn
· Minnstu steinar 1,5 sm
· Gatastærð 0,5 – 1 sm
· Lengd 30 – 45 m, allt eftir jarðvegiÓæskilegt er að nota venjuleg drenrör til sitrunar, því þau veita of miklu vatni í fremri hluta beðsins og aftari hlutinn nýtist ekki.
Ef ekki er pláss fyrir fulla lengd á siturlögn, verður að láta styttri lögn nægja. En þá þarf þykkt malarbeðsins að aukast og einnig kornastærð malar.
Þegar lögninni er skipt, eins og sýnt er á mynd 5, þarf mikla nákvæmni við að deila vatninu á milli lagnanna, því örlítill hæðarmunur getur valdið því að allt vatnið fer á aðra lögnina og einungis annar helmingur malarbeðsins nýtist.
Öruggast er að deila vatninu í sérstökum deilibrunni, svipuðum þeim sem sýndur er á mynd 4.

Til að tryggja sem jafnasta dreifingu yfir malarbeðið skal lögnin halla 0,5-1 cm á lengdarmeter og ráðlegt er að hafa millibilið milli gata eins og sýnt er á mynd 3.

Vatn frá mjólkurhúsum
Skólp frá mjólkurhúsum inniheldur yfirleitt ekki mikið grugg sem hægt er að botnfella. Einnig hemja sápur og önnur efni gerjun, þannig að rotþrær eru ekki nothæfar til að hreinsa þvottavatn frá mjólkurhúsum.
Skólp frá mjólkurhúsum ætti því að sitra í sérstaka siturlögn eða stórgrýtissvelg.
Fráveitu frá salernum í fjósum á að veita í amk. 1500 I. 3ja hólfa rotþró með sérstöku malarbeði. Frágangur á í öllum atriðum að vera eins og við rotþrær við íbúðarhús.

Fituskilja
Mjólkurfita getur stíflað siturlagnir og svelgi. Fitan sest á lagnir og myndar skán sem getur stíflað þær með tímanum.
Þess vegna er ráðlegt veita skólpinu í gegn um fituskilju. Í fituskilju er fitu fleytt ofan af við hæfilegan straumhraða. Fituskilja er ekki hugsuð til niðurbrots á neinum efnum, heldur eingöngu til að skilja fitu frá.
Eftirfarandi atriði þarf að hata f huga við útfærslu á fituskilju: · 100 I tunna.
· Góður aðgangur til tæmingar.
· Loftræstistútur.
· Regluleg tæming, því fita verður fljótt illa lyktandi.
· Fleytibretti eða T-stútur við útrás.
Dæmi um frágang á fituskilju má sjá á mynd 4.

Staðsetning
Gott er að leiða kælivatn framhjá fituskiljunni.
Ef hella þarf mjólk niður er gott að gera það eftir þvott svo að fituskiljan nái að skila hlutverki sínu.

Siturlögn og malarbeð
Frágangur á siturlögn og malarbeði fyrir mjólkurhús er eins og fyrir íbúðarhús. Hægt er að láta helming siturlengdarinnar nægja ef jarðvegur leyfir.
Í hraunjarðvegi eða sendnum jarðvegi, getur svelgur, þe. stórgrýti eða gróf möl í tunnu eða jarðholu, komið í stað siturlagnar þar sem henni verður ekki fyrir komið.
Staðsetning rotþróa og siturlagna er háð staðháttum á hverjum stað. Eftirfarandi hluti ætti að hafa í huga við staðarval:· Ekki nær lóðarmörkum en 10 m.
· 5 – 10 m frá húsvegg.
· Möguleg lyktarvandamál.
· Góður aðgangur til tæmingar.
· Grunnvatnsstaða.
· Minnst 300 m fjarfægð frá næsta vatnsbóli.Aldrei er of varlega farið ef nýtanleg vatnsból eru í nágrenni byggðar. Staðsetja skal lagnir og rotþrær í samráði við heilbrigðis-eftirlit þegar slíkar aðstæður koma upp.
Ef ekki er hægt að koma rotþró fyrir ofan hæstu grunnvatnsstöðu er nauðsynlegt að festa hana niður með akkerum eða tilsvarandi, svo að hún fljóti ekki upp.
Söluaðilar rotþróa gefa ráð um aðfyllingu og niðursetningu rotþróa sinna.

Heimildir:
Hollustuvernd ríkisins: Um rotþrær.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Inge Faldager og Kurt Sparwath, Danmarks Teknologiske Institut: Store nedsivningsanlæg, 1985.
Dansk Ingenisrforening, Mindre aflebsanlæg med nedsivning, DS 440, 1983.
Kloaktulet, rit Danska klóakfélagsins, ýmsar greinar

Fleira áhugavert: