Hikstar verksmiðja heimsins?

Heimild:  

 

Ágúst 2015

Sigurður Már Jónsson

Þegar rætt er um Kína eru allar tölur stórar. Það er því ekki nema von að ugg setji að mörgum þegar hagvísar og kauphallartölur vísa niður á við. Segja má að heimurinn hafi tekið létt kvíðakast í upphafi vikunnar þegar markaðir í Kína tóku að falla. Eftir 150% hækkun á hlutabréfavísitölu síðasta árið er ekki nema von að margir teldu sig sjá vísbendingar um bólumyndun. Og staðreyndin er sú að þrátt fyrir ríflega lækkun núna þá hafa hlutabréfaeigendur eigi að síður notið ríkulega ávöxtunar undanfarin misseri, að sjálfsögðu getur það breyst ef áframhald verður á lækkuninni sem ekki virðist útlit fyrir nú þegar þetta er skrifað. Kínversks stjórnvöld standa ekki hjá aðgerðarlaus. Stýrivextir eru lækkaðir og peningum hefur verið dælt í umferð. Það er auðvitað glapræði að ætla að hífa upp yfirspenntan hlutabréfamarkað með því að dæla úr sjóðum ríkisins en kínverskum stjórnvöldum hefur áður tekist með undraverðum hætti að halda sjó í gegnum ólgu á markaði. Kínversk ríkisfyrirtæki hafa eytt umtalsverðum fjármunum í að kaupa hlutabréf en sagan segir okkur að slíkt sé skammgóður vermir þegar markaðurinn er byrjaður að falla.

Lækkun á hlutabréfamarkaði snertir marga Kínverja en á hverjum mánuði þyrptust nýir fjárfestar inn á hlutabréfamarkaðinn og eins og nærri má geta voru þeir ekki allir fagfjárfestar. Þegar rakarastofan er orðin að verðbréfastofu og allir leigubílstjórar farnir að ræða hlutabréf þá vitum við að ekki er allt með feldu. Meira að segja úti í sveitum voru bændur farnir að kaupa og selja hlutabréf og það er ekki hægt að horfa framhjá því að hinir ríkisstýrðu fjölmiðlar landsins gerðu sitt besta til að efla hlutabréfadansins. People’s Daily sagði rísandi hlutabréfamarkað vera kínverska drauminn (e. carriers of the China dream). Þegar vísitalan fór yfir 4000 stig sagði blaðið að þetta væri bara byrjunin.  Líkast til heldur ábyrgðalaus blaðamennska.

 

Spilafíklar á hlutabréfamarkaði

En hvernig á að skoða kínverska hagkerfið? Kína er jú verksmiðja heimsins og á síðustu 30 árum hefur ótrúlegur verksmiðjurekstur risið þar upp. Því hafa vissulega fylgt margvíslega vandkvæði arðandi hollustu, mengun og aðbúnað starfsmanna. Kínversk yfirvöld taka slíka hluti alvarlega og samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjurekanda sem þar starfar þá er gríðarlega vel fylgst með málum þar núna. Kínverjar eru viðkvæmir fyrir fréttum af vondum aðbúnaði og ætla sér að bæta þar úr. En það tekur tíma. Margt er vissulega að breytast og má sem dæmi taka að lágmarkslaun hafa nærri tvöfaldast síðan 2009. Hækkandi kostnaður í Kína hefur gert það að verkum að margir framleiðendur hafa leitað til landa eins og Víetnam og Bangladesh en óvíst er hve mikil ógnun er að því fyrir kínverska verksmiðjuheiminn. Í Bangladesh eru innviðir mjög slæmir og hefur t.d. gengið mjög illa að tryggja stöðugt rafmagn. Flestir verksmiðjurekendur þreytast á því þegar ekki er hægt að tryggja 50% uppitíma á fjárfestingunni. Þá er aðbúnaður verkafólks þar mjög slæmur og mörg vestræn fyrirtæki hafa ekki viljað fara þangað inn. Aðrir hafa spáð Indverjum miklum uppgangi en staðreyndin er sú að þeir ná engan vegin framleiðni Kínverja

 

Verksmiðja heimsins

En hvernig á að skoða kínverska hagkerfið? Kína er jú verksmiðja heimsins og á síðustu 30 árum hefur ótrúlegur verksmiðjurekstur risið þar upp. Því hafa vissulega fylgt margvíslega vandkvæði arðandi hollustu, mengun og aðbúnað starfsmanna. Kínversk yfirvöld taka slíka hluti alvarlega og samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjurekanda sem þar starfar þá er gríðarlega vel fylgst með málum þar núna. Kínverjar eru viðkvæmir fyrir fréttum af vondum aðbúnaði og ætla sér að bæta þar úr. En það tekur tíma. Margt er vissulega að breytast og má sem dæmi taka að lágmarkslaun hafa nærri tvöfaldast síðan 2009. Hækkandi kostnaður í Kína hefur gert það að verkum að margir framleiðendur hafa leitað til landa eins og Víetnam og Bangladesh en óvíst er hve mikil ógnun er að því fyrir kínverska verksmiðjuheiminn. Í Bangladesh eru innviðir mjög slæmir og hefur t.d. gengið mjög illa að tryggja stöðugt rafmagn. Flestir verksmiðjurekendur þreytast á því þegar ekki er hægt að tryggja 50% uppitíma á fjárfestingunni. Þá er aðbúnaður verkafólks þar mjög slæmur og mörg vestræn fyrirtæki hafa ekki viljað fara þangað inn. Aðrir hafa spáð Indverjum miklum uppgangi en staðreyndin er sú að þeir ná engan vegin framleiðni Kínverja.

 

Einn Kínverji, tveir Kínverjar, þrír Kínverjar…
Það er ein mesta áskorun sem nokkur Hagstofa getur glímt við að finna út fjölda Kínverja! Opinberlega eru þeir taldir vera 1,3 til 1,4 milljarðar manna. Margir telja þá talsvert fleiri og segja að á vanþróuðum svæðum sé erfitt að koma við manntali og þá leiði einsbarnsstefnan (e. one child policy) til þess að ekki séu allir skráðir. Hve miklu skeikar skal ósagt látið en allar skekkjur færa til háar tölur.

En aðrar tölur geta líka verið ónákvæmar, svo sem tölur um hagvöxt. Lengi hefur verið þráttað um hve mikill hagvöxtur er í Kína og augljóst að eftir því sem hagkerfið stækkar og verður auðugara því erfiðara er að halda uppi miklum hagvexti. Kínversk stjórnvöld berjast við að halda hagvexti yfir  7% og spurning er hve langt þau vilja ganga til að svo líti út. Hvað sem hæft er í því þá er deilt um áreiðanleika talna og hve  hár hagvöxturinn er í raun og veru. Líklega verður það bara að fá að koma í ljós einn daginn. En hagvöxtur í Kína viktar þungt í heildarhagvexti heimsins og því ljóst að heimsvélin hikstar ef Kína höktir.

En Kínverjar eru orðnir stórauðugir, talið er að um 300.000 Kínverjar, svona svipað og fjöldi Íslendinga, eigi yfir einn milljarð króna. Um 10% þjóðarinnar eru komnir með millistéttartekjur á vestrænan mælikvarða, það jafngildir líklega fjölda Rússa! Allt verður þetta stórt í samhenginu en vitaskuld óttast menn líka að hvellurinn verði í takt við annað. Ein milljón bíla selst í hverjum mánuði í Kína og hvergi er meira um vestræna glæsibíla. Lúxusvarningur flæðir um þjóðfélagið.

 

Hlýðni almennings

Þeir sem hafa búið um lengri eða skemmri tíma í Kína segjast gjarnan undrast hve fólk trúir í blindni á stjórnvöld. Engum blöðum er um það að fletta að kínverskur almenningur sættir sig við aðra hluti en við vesturlandabúar eigum að venjast þegar kemur að lýðréttindum og mannréttinum.  Sumir telja þetta veikleika kínversks samfélags, aðrir styrkleika. Almenningur hefur að hluta til verið knúin til hlýðni en einnig hefur fólk metið það svo að stjórnvöldum gangi þrátt fyrir allt vel að skipuleggja þetta gríðarfjölmenna samfélag á leið sinni til velmegunar og þróunar. Kínverjar vita að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Stór landsvæði eru enn vanþróuð og mikið af fólki býr við aðstæður þar sem flest skortir. Flutningur fólks úr sveitum hefur verið endalaus uppspretta vinnuafls í verksmiðjum borganna. Mikið af þessu fólki hefur lagt gríðarlega mikið á sig, sumir í þeirri einföldu von að börn þeirra hafi það betra en þau sjálf. Hvernig fólk bregst við ef stjórnvöld missa tök á efnahagsmálum skal ósagt látið.

Fleira áhugavert: