Hellisheiðarvirkjun – 200-300°C gufa lak um þéttingu loka

Heimild:  

 

Apríl 2017

Glíma við 200-300°C heita gufu

Um tíu starfs­menn Bruna­varna Árnes­sýslu eru nú stadd­ir í húsi við Hell­is­heiðar­virkj­un þar sem þétt­ing á vatns­loka gaf sig með þeim af­leiðing­um að 200-300 gráðu heit vatns­gufa dæl­ist út. Upp komst um lek­ann rétt fyr­ir há­degi og enn er unnið að því að ná tök­um á ástand­inu með því að loka fyr­ir lok­ann.

Bruna­varn­ir Árnes­sýslu gátu ekki gefið mbl.is upp­lýs­ing­ar um hvort ein­hverj­ir hefðu verið inni í hús­inu er lok­inn brast. Ei­rík­ur Hjálm­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veit­unn­ar, seg­ist ekki vita til þess að fólk hafi verið inni í hús­inu er at­vikið átti sér stað. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ei­ríks voru starfs­menn ekki í hættu og eng­inn slasaðist.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bruna­vörn­um er lok­inn sem um ræðir inni í svo­kölluðu skilju­vatns­loka­húsi. Þétt­ing í mjög stór­um loka gaf sig. Nú er unnið að því að koma raf­magns­búnaði að lok­an­um til að skrúfa fyr­ir.

 

Mikla og sjóðandi heita vatnsgufu leggur frá húsinu við Hellisheiðarvirkjun.

Mikla og sjóðandi heita vatns­gufu legg­ur frá hús­inu við Hell­is­heiðar­virkj­un. mbl.is

Hleypa gufu út um þakið

Þetta er í annað sinn sem Bruna­varn­ir Árnes­sýslu sinna út­kalli vegna sama verk­efn­is í hús­inu. Við þess­ar aðstæður mynd­ast gríðarleg­ur hiti og rakaþéttni. Það eru því erfiðar aðstæður sem reykkafar­ar slökkviliðsins þurfa að vinna við á staðnum. Síðast þegar þetta gerðist þurfti að skrúfa fyr­ir lok­ann með hönd­un­um. Slíkt er tíma­frekt.

Loftlúg­ur eru á þaki húss­ins og hafa þær verið opnaðar til að hleypa guf­unni út.

Upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veitu Reykja­vík­ur seg­ir að við at­vikið hafi lágþrýsti­vél við virkj­un­ina dottið út og sömu­leiðis heita­vatns­fram­leiðsla. Reiknað er með að starf­sem­in verði kom­in í samt lag fyr­ir kvöldið og að at­vikið hafi ekki var­an­leg áhrif á rekst­ur virkj­un­ar­inn­ar.

 

Mynd – Brunavarna Árnessýslu

Komust út af sjálfs­dáðum

Tveir menn voru við störf í hús­næði við Hell­is­heiðar­virkj­un í gær er um 2-300°C heita gufu tók að leka í um­tals­verðu magni. Menn­irn­ir komust út af sjálfs­dáðum án nokk­urra meiðsla.

Lek­inn varð í skilju­vatns­loka­húsi við virkj­un­ina um klukk­an hálf tólf í gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Bruna­varna Árnes­sýslu hafði pakkn­ing í krana á gufu­lögn gefið sig með þeim af­leiðing­um að sjóðandi heit gufa sprautaðist inn í rýmið.

Mynd – Brunavarna Árnessýlu

Slökkviliðsmenn Bruna­varna Árnes­sýslu fóru upp á þak bygg­ing­ar­inn­ar með körfu­bíl til þess að opna fyr­ir lúg­ur svo hægt væri að hleypa mest allri guf­unni út. Í fram­haldi voru síðan reykkafar­ar send­ir inn í rýmið til þess að loka fyr­ir kran­ann.

Kran­inn sem um ræðir er gríðar stór og tek­ur það bæði mikið afl og tíma að loka fyr­ir hann hand­virkt. Það varð því slökkviliðsmönn­un­um mikið gleðiefni að kom­ast að því að kom­in væri ra­f­rænn búnaður í virkj­un­ina sem reykkafar­ar gátu tekið með sér inn í rýmið og notað til þess að loka fyr­ir um­rædd­an krana.

Í frétt á vef Bruna­varna Árnes­sýslu um málið seg­ir að störf slökkviliðsmanna á starfs­svæði virkj­un­ar­inn­ar hafi að vanda verið unn­in í fullu sam­starfi við starfs­menn Hell­is­heiðar­virkj­un­ar og lauk störf­um á vett­vangi um klukk­an hálf þrjú í gær.

Fleira áhugavert: