Vatn – Stöðugur straumur

Heimild:  

 

Endurnýjanleg orka er unnin frá orkulind sem endurnýjar sig stöðugt þó af henni sé tekið og helst þannig í jafnvægi af nátturinnar hendi.

Þannig er orka á borð við þá sem unnin er úr vatni, vindi og jarðvarma skilgreind sem endurnýjanleg. Orkulindir jarðefna, t.d. olía, kol og gas, teljast ekki endurnýjanlegar þar sem þær eru aðeins til í takmörkuðu magni.

Landsvirkjun vinnur orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Jafnframt leggur fyrirtækið áherslu á að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, en hlutverk þess er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Með sjálfbærri þróun er vísað til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og snýst hún um að auka efnahagsleg verðmæti, styrkja samfélagið jafnframt því að viðhalda gæðum náttúrunnar.

Við orkuvinnslu með vatnsafli er hreyfiorka vatnsins nýtt í stöðugri hringrás þess um land, sjó og loft. Ísland er staðsett í miðju lægðabelti Atlantshafsins þar sem úrkoma er mikil. Hér á landi rennur mikið af vatninu frá hálendinu og niður á láglendi sem gerir landið ákjósanlegt til vatnsorkuvinnslu.

Fleira áhugavert: