Má almennt bæta aðgengi í sund fyrir hreyfihamlað fólk?

Heimild:  reykjavikurborg

 

Október 2016

sund-fatladirAðgengi og aðstaða fyrir hreyfihamlað fólk hefur verið bætt í Laugardalslaug. Nýjar lyftur sem auðvelda aðgengi í sjópott og sundlaug eru komnar, auk þess sem settar voru handfestur á sjópott. Á næstu mánuðum bætist síðan þriðja lyftan við og verður hún staðsett við einn af hefðbundnu pottunum.

Þá hefur búnaður í fjórum skiptiklefum fyrir fatlað fólk verið bættur meðal annars með nýjum sturtustólum, sem eru hjólastólar fyrir baðrými.  Nýir sturtustólar eru einnig í almennum baðklefum, auk þess sem komin  er ný talía eða færanlegur lyftubúnaður til að auðvelda að komast úr eigin hjólastól yfir í  sturtustól.  Fyrir framan Laugardalslaug var bílastæðum fyrir hreyfihamlað fólk fjölgað um tvö og eru þau með snjóbræðslu.

sund-fatladir-aFerlinefnd Reykjavíkurborgar fundaði nýverið í Laugardalslaug í tilefni af þessum áfanga og skoðaði aðstæður. Greinilegt var að almenn ánægja ríkti meðal nefndarmanna með að þetta verk væri í höfn.

„Það er frábært að að þessum framkvæmdum er nú lokið enda tryggja þær aðgengi mun stærri hóps en áður að Laugardalslaug,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður ferlinefndar. „Við í ferlinefndinni höfum fullan hug á að bæta aðgengi að fleiri sundlaugum borgarinnar og vera þannig öðrum sveitarfélögum fyrirmynd þegar kemur aðgengismálum.“

Ferlinefnd fatlaðs fólks er skipuð sjö fulltrúum. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá í nefndina, Þroskahjálp einn og Félag eldri borgara í Reykjavík einn. Tveir fulltrúar eru kjörnir af borgarstjórn.

Auk þess að kynna sér aðstæður í Laugardals tók ferlinefnd fyrir á fundi sínum fyrir erindi um bætt aðgengi við leikskólann Gullborg, auk þess sem samþykkt var tillaga um að settir verði upp tónmöskvar með hljóðnema í afgreiðslur í öllum sundlaugum, þjónustumiðstöðum og bókasöfnum borgarinnar auk Ráðhússins. Slíkum búnaði hefur nú þegar verið komið fyrir í þjónustuveri í skrifstofuhúsnæði borgarinnar við Borgartún 12-14.

 

sund-fatladir-c     sund-fatladir-d    sund-fatladir-b

Fleira áhugavert: