Ráðgátan um Bermúda-þríhyrninginn?

Heimild:  pressan

 

Bermuda b

Smella á mynd til að stækka

Vísindamenn telja sig jafnvel vera búna að leysa gátuna um Bermúda-þríhyrninginn svokallaða þar sem flugvélar og skip hafa horfið á dularfullan hátt í gegnum árin án þess að tangur né tetur fyndist af þeim.

Vísindamenn við UiT háskólann í Noregi hafa fundið risastóra neðansjávar gíga á botni Barentshafs og þeir telja að þessir gígar geti leyst gátuna um Bermúda-þríhyrninginn sem hefur valdið heilabrotum áratugum saman. Margar kenningar hafa verið á lofti um hvað hefur valdið hvarfi skipa og flugvéla þar og hafa meðal annars verið uppi hugmyndir um að geimverur hafi einfaldlega rænt skipunum og flugvélunum.

Gígarnir sem fundust í Barentshafi eru allt að 800 metrar í þvermáli og allt að 45 metrar á dýpt. Vísindamenn telja að þeir hafi orðið til þegar metan hefur lekið úr hólfum enn neðar og myndað holrúm þar sem metan hefur safnast fyrir. Á endanum hafi holrúmin brostið og sprungið af völdum metansins.
Í umfjöllun the Sunday Times um málið kemur fram að sprengingar sem þessar geti verið hættulegar skipum sem sigla um Barentshaf enda séu þær líklega mjög öflugar. Vísindamennirnir telja að sprengingar sem þessar geti hugsanlega skýrt hvarf skipa og flugvéla í Bermúda-þríhyrningnum, sem nær yfir gríðarlega stórt svæði í norðanverðu Atlantshafi, upp að strönd Flórída og til Púertó Ríkó.

Á síðasta ári sagði Igor Yeltsov, yfirmaður Trofimiku stofnunarinnar í Rússlandi, að ekki væri útilokað að skýra mætti hvarf skipa og flugvéla í Bermúdaþríhyrningnum út frá losun metans úr hólfum undir sjávarbotni. Þegar þetta gerist þá verði nokkurskonar kjarnahvarf þar sem losnar um mikið magn af metani. Þá hitni sjórinn mikið og skip sökkvi í sjó sem er blandaður miklu magni af metani.

Bermuda a

Fleira áhugavert: