Vissir þú þetta um vatnið?

Heimild:  

 

Mars 2012

Bjarni Gíslason

Alþjóðlegur dagur vatnsins er 22.mars. Mikið magn af vatni þarf til til að framleiða dagskammt af fæðu fyrir eina manneskju. Miklu meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Að meðaltali drekkum við 2-3 lítra af vatni á dag en það þarf 1.500 lítra af vatni til að framleiða aðeins 1 kíló af korni og það þarf tíu sinnum meira vatn eða 15.000 lítra til að framleiða 1 kíló af kjöti.

Til að framleiða dagsskammt af fæðu fyrir eina manneskju þarf 3.000 lítra af vatni. Vatn er auðlind sem endurnýjast en hún er ekki ótakmörkuð.

Stöðug fólksfjölgun veldur því að það vatn sem er til skiptanna á hvern verður sífellt minna. 70% af heildarvatnsnotkun heims fer til landbúnaður. Vissir þú að það þarf 13 lítra til að framleiða einn tómat, 40 til að framleiða eina brauðsneið, 70 fyrir eitt epli, 135 fyrir eitt egg, 200 fyrir eitt glas af mjólk, 2.400 fyrir einn hamborgara og 7.000 lítra af vatni til að framleiða eina góða sneið af nautakjöti?

Af þessu öllu má draga þá ályktun að heimurinn er þyrstur vegna þess að hann er svangur. Það þarf þúsund sinnum meira vatn til að fæða heiminn en það þarf til að mæta þorsta hans. Að drekka, þvo, borða og framleiða matvöru er háð vatni. Þegar við þetta bætist að 30% af matvöru er hent blasir við að lífsnauðsynlegt er að bregðast við og gera allt til þess að dýrmætasta auðlind okkar allra, vatnið, sé betur nýtt. Tryggja þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi aðgang að hreinu vatni. Þrátt fyrir að vel hafi gengið að bæta aðgengi að hreinu vatni hafa enn um 800.000.000 manna ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Betur má ef duga skal. Fleiri staðreyndir um vatn má finna á unwater.org/worldwaterday.

Fleira áhugavert: