Heit eða köld sturta – Hvort er hollara?

Heimild:  

 

Hitastigið sem þú notar á vatninu þegar þú ferð í bað eða sturtu er jafn mikilvægt og mataræði. Sumir kjósa heita sturtu, aðrir kalda. En hvaða máli skiptir það – og er köld sturta eitthvað hollari en heit? Þessi mynd, sem sett er fram á síðunni Appreciategoods dregur þetta saman:

 

sturta

 

Kostir við heita sturtu:

  • Dregur úr spennu: Stífir vöðvar slakna og þú dregur úr streitu og spennu.
  • Róandi: Heit sturta róar kvíða og stress.
  • Opnar öndunarveg: Einkum í nefi, gott fyrir þá sem eru með kvef og/eða ofnæmi. Gufa myndar raka í öndunarfærum sem geta losað um slím og hor.
  • Hreinsar skinn. Gufan opnar upp svitaholur svo líkaminn á auðveldara með að losa sig við óhreinindi.
  • Bætir blóðflæði: Heitt vatn dregur úr sársaukum í vöðvum og liðum og bætir blóðflæði.
  • Upphitun: Heit sturta að morgni er hin fínasta upphitun líkamans áður en farið er á æfingu til að koma blóðflæðinu og vöðvum í gang. Atvinnumenn í fótbolta gera þetta sumir, fara í heita sturtu fyrir leiki – og vonandi eftir þá líka.
  • Róandi: Heit sturta fyrir svefn hefur róandi áhrif á líkama og hug og hjálpar til við að sofa betur.
  • Hreinsun: Heitt vatn auðveldar húðhreinsun þar sem dautt skinn skrapast betur burt.
  • Auðveldar þyngdarlosun: Heitt vatn eykur efnaskipti og hjálpar til við þyndarlosun.
  • Túverkir og krampar: Heitt, langt bað er gamalt og gott ráð til að draga úr vondum túrverkjum og krömpum.
  • Dregur úr hausverk: Prófaðu að hoppa í heita sturtu í staðinn fyrir að fá þér pillu næst þegar þú færð hausverk. Blóðflæðið eykst og hausverkurinn ætti að minnka.
  • Drepur bakteríur: Drekktu bakteríum og gerlum í heitu vatni og sturtaðu kvefið í burtu.

 

 

Kostir við kalda sturtu

  • Náttúrulegt orkuskot: Flátt bætir, hressir og kætir meira en köld sturta á morgnanna. Hjartað pumpar hraðar og taugaendarnir þenjast út fyrir orkuskot dagsins.
  • Verndar húð: Kalt vatn ver hár og húð fyrir skemmdum. Svitaholur, húð, hár og hársvörður skreppa saman og þar með minna mótttækileg fyrir sýklum og bakteríum.
  • Ókeypis hárnæring: Kalt vatn getur haft þau áhrif að hárið verði meira gljáandi og hraustlegra. Kalda vatnið hindrar hárið í því að hrinda hratt frá sér náttúrulegri fitu.
  • Bætir blóðflæði: Sjokkið sem líkaminn fær við kalda vatnið fær æðarnar til að sleppa fullt af blóði í kerfið og eykur þannig hæfni þeirra í að pumpa blóði á áhrifaríkan hátt. Þetta heldur hjartanu heilbrigðu.
  • Styrkir ónæmiskerfið: Kalt vatn lækkar blóðþrýsting, hreinsar blokkaðar æðar og bætir ónæmiskerfið, almennt séð.
  • Hraðar bata í vöðvum: Ísbaðið í sundlaugunum er mest fyrir þá sem hafa tekið vel á því í ræktinni. Ástæðan fyrir því af hverju fólk fer í ísbað eða kalda sturtu eftir æfingu er sú að slíkt dregur úr harðsperrum og verkjum í vöðvum.
  • Minnkar streitu: Köld sturta er sögð auka viljastyrk, þol gagnvart áreiti og streitu og sjúkdómum.
  • Vinnur gegn þunglyndi: Köld sturta sjokkerar taugaenda sem senda ótrúlega mikið magn af boðum til heilans. Við þetta örvast serotónín framleiðslan sem hjálpar til við dýpstu lægðirnar og að jafna skapsveiflur.
  • Náttúrulegt róandi lyf: Köld sturta hjálpar til við að sofa betur á kvöldin með því að róa vöðva og taugar.
  • Afeitrun: Eitlakerfið sér um að fjarlæga úrgangsefni úr frumum. Kalda vatnið tryggir að sem mest úrgangsefni eru flutt burt og haldur þannig líkamanum hreinum og heilbrigðum.
  • Eykur framleiðslu kynhormóna: Sýnt hefur verið fram á að köld sturta eykur framleiðslu á testósterón hormónum. Það eykur jafnframt framleiðslu á sæðisfrumum!

 

Hvort er þá betra? Heit sturta eða köld?

Bæði heit og köld sturta hafa sína kosti, eins og rakið er hér að ofan. Húðsjúkdómafræðingar viðurkenna að heitar sturtur geta þurrkað húðina og hindrað hana í upptöku mikilvægra, náttúrulegra olía. Til að sporna gegn þessu stingur TheHealthSite upp á að sturta líkamann upp úr heitu vatni en köldu á höfuð til að verja andlit og hár.

Fleira áhugavert: