Stórhýsi – 11.250m2, 86 íbúðir, versl­un­ar­rými

Heimild:  

 

Mars 2017

Húsið verður U-laga í stöll­um og mun rísa fyr­ir aft­an Hót­el Ca­bin, sem sést lengst til hægri.

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur verið aug­lýst til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóðar núm­er 34-36 við Borg­ar­tún.

Þarna á að rísa stór­hýsi, alls 11.250 fer­metr­ar með 86 íbúðum og versl­un­ar­rými. Lóðin er bak við húsið Borg­ar­tún 32. Í því húsi er nú starf­rækt Hót­el Ca­bin en fyr­ir mörg­um ára­tug­um var hinn lands­frægi skemmti­staður Klúbbur­inn með starf­semi sína þar.

Á fyr­ir­hugaðri bygg­ing­ar­lóð hef­ur ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Guðmund­ur Jónas­son hf. verið með starf­semi um ára­bil. Hús sem fyr­ir eru á lóðinni verða rif­in, þar á meðal gaml­ar verk­stæðis­bygg­ing­ar sem eru í slæmu ástandi. Lóðin hef­ur verið í niðurníðslu um langa hríð, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um bygg­ingaráform þessi

Fleira áhugavert: