Framtíðina mun skorta vatn og orku

Heimild:  

 

 

22. Mars 2014

Eft­ir­spurn eft­ir vatni og orku mun tvö­fald­ast á næstu ára­tug­um, vegna auk­ins fólks­fjölda og vax­andi hag­kerfa heims. Nú þegar eru um 788 millj­ón­ir manna í heim­in­um sem ekki hafa ör­uggt aðgengi að hreinu drykkjar­vatni. Sam­einuðu þjóðirn­ar vöktu máls á þessu á alþjóðleg­um Degi vatns­ins í dag.

Í skýrslu sem gef­in var út í til­efni dags­ins (e. World Water Day) seg­ir að þörf­in eft­ir hreinu vatni og þörf­in eft­ir raf­magni fléttuðust sam­an og þess­ar vax­andi þarf­ir reyni veru­lega á tak­markaðar auðlind­ir jarðar.

„Eft­ir­spurn eft­ir fersku vatni og orku mun fara vax­andi á næstu ára­tug­um til að mæta þörf vax­andi þjóða og hag­kerfa, breyt­ing­um á lífs­stíl og neyslumunstr­um. Þetta mun marg­falda þann þrýst­ing sem nú þegar er á tak­markaðar auðlind­ir og vist­kerfi jarðar,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þar kem­ur jafn­framt fram að 2,5 millj­arðar manni búi ekki við ásætt­an­leg hrein­læti sök­um vatns­skorts og 1,3 millj­arðar manni hafi ekki raf­magn.

Um 20% af vatns­geng­um jarðlög­um heims­ins eru þornuð upp sam­kvæmt skýrsl­unni. Tveir þriðju­hlut­ar allr­ar vatns­neyslu fara í land­búnað. Talið er að fyr­ir árið 2050 muni eft­ir­spurn eft­ir vatni hafa auk­ist um 55% á heimsvísu.

Þegar þar verður komið sögu muni yfir 40% jarðarbúa búa á svæðum þar sem verður al­var­leg­ur vatns­skort­ur.

Fleira áhugavert: