Bytingarkennd prófunarskilju

Heimild:   verkís

 

profunarskiljaLandsvirkjun hefur tekið í notkun nýjan blástursbúnað til að mæla afköst jarðhitaborhola. Verkís hannaði búnaðinn en naut reynslu sem orðið hefur til hjá HS-Orku, sem notað hefur svipaðan búnað áður.

Um er að ræða gufuskilju, þar sem borholuvökvinn er soðinn niður við andrúmsloftsþrýsting í skiljubelgnum. Inntakið er með útskiptanlegum Russel-James stút sem notaður er til að ákvarða heildarstreymi frá borholunni fyrir þekkt varmainnihald heildarstreymis. Til að reikna varmainnihaldið þarf að vera unnt að mæla annað hvort vökvastreymið eða gufustreymið. Með skilju Landsvirkjunar er hægt að mæla hvoru tveggja, gufustreymið í útblástursháf eða vatnsstreymið með mæliboxi og V-laga yfirfalli. Með þessu má fá nákvæmari mælingu og samanburð sem ekki er unnt að fá með hefðbundinni opinni mælitunnu, auk þess sem hávaði er mun minni meðan á mælingum stendur.

Inni í skiljunni er innstreymisjöfnunarbúnaður sem brýtur innrennsli og dreifir því jafnt yfir gufusíu-þil þar sem dropar eru fjarlægðir úr gufunni og eingöngu gufa streymir út um útblástursháfinn. Skiljan er hönnuð fyrir 25 kg/s gufustreymi og 75 kg/s við vökvastreymi og lofar fyrsta prufukeyrsla góðu.

Aðalhönnuður var Ragnar Guðmundsson og Þorleikur Jóhannesson sá um hönnunarstjórn.
Vélsmiðjan Héðinn smíðaði skiljuna.

Fleira áhugavert: