Kópavogur – Auka framboð á litlum íbúðum

Heimild:  Viðskiptablaðið

 

kopavogur

Kópavogur – Haraldur Guðjónsson

Nú stendur yfir talsverð uppbygging íbúða í Kópavogi. Áætlað er að um 1.300 íbúðir muni rísa þar á næstu fjórum árum, en á næsta hálfa árinu verða 120 þeirra tilbúnar. Meira en 500 íbúðir eru í byggingu eins og stendur í bæjarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Það er jákvætt að það sé svo mikil uppbygging í Kópavogi og ánægjulegt að markmið nýsamþykktar húsnæðisskýrslu um að auka framboð á litlum íbúðum í nýju húsnæði muni nást á næstu árum,” er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs.

Helst verða íbúðaþéttingar á Glaðheimasvæðinu, Auðbrekku og Kársnesi auk svæðisins sunnan við Smáralind.

Fleira áhugavert: