Að læra nýja hluti – Betra minni, virkari heili

Grein/Linkur: Að læra nýja hluti

Höfundur: Hringbraut

Heimild: hringbraut

.

.

Mars 2017

Að læra nýja hluti 

Niðurstöður tilraunar á vegum háskólans Newcastle í Bretlandi sýndu fram á að það að læra nýja hluti, líkt og að teikna, getur bætt minni fólks verulega.

30 sjálfboðaliðar tóku þátt í tilrauninni sem snéri að því að auka virkni heilans og á sama tíma að bæta minnið. Sjálfboðaliðum var skipt í þrjá hópa sem fengu ólík verkefni í þrjár klukkustundir á dag í þrjár vikur. Þannig var fyrsti hópurinn látinn ganga rösklega daglega, annar hópurinn þurfti að leysa krossgátur eða sambærileg heilabrot og þriðji hópurinn sat listanámskeið og þurfti að læra að teikna nakinn karlmann.

Tilraunin stóð yfir í átta vikur og niðurstöður hennar komu töluvert á óvart: Hópurinn sem hafði setið listanámskeiðið og teiknað nakta manninn hafði bætt minni sitt mest af hópunum þremur. Samkvæmt sálfræðingi sem fylgdist með tilrauninni má rekja ástæðuna til þess að námskeiðið var frumraun langflestra í hópnum. Þannig fundu rannsakendur tengsl á milli þess að virkja heilann og minnið og þess að læra nýja hluti. Það að læra eitthvað nýtt, ögra sér og stíga út fyrir þægindarammann virðist því hafa jákvæð áhrif á minni fólks.

Fleira áhugavert: