Misturkerfi – Með lágþrýstu vatnsmistri

Heimild:  

 

Smella á mynd til að stækka

Mikil aukning hefur orðið á notkun vatnsmisturkerfa í byggingum á kostnað hefðbundinna vatnsúðakerfa. Um borð í skipum, þar sem kröfur um brunavarnir eru mjög strangar, hefur notkun vatnsmisturkerfa verið allsráðandi í skemmtiferðaskipum og ferjum allt frá 1990. Sú staðreynd, að hægt er að hemja og slökkva eld með lítilli vatnsnotkun, sannar þar yfirburði yfir hefðbundin vatnsúðakerfi.

Eru vatnsmisturkerfi viðurkennd til notkunar í öllum byggingum?

Regluverkið segir að til þess að framleiðendur geti öðlast viðurkenningu fyrir vatnsmisturbúnaði, þurfi þeir að leggja fram gögn, sem sanni að kerfið veiti jafn mikið öryggi eða betra en hefðbundin vatnsúðakerfi. Þetta er tryggt með því að framkvæma fullkomnar brunaprófanir í viðurkenndum brunaprófunarstöðvum, þar sem skapaðar eru sömu aðstæður og í raunveruleikanum og niðurstöður eru skráðar og vottaðar.
Víðtækar prófanir færa sönnur á að vatnsmisturkerfi virka fullkomlega í flestum gerðum bygginga svo sem i sjúkrahúsum, skólum, hótelum, hjúkrunarheimilum, bílageymslum og í venjulegu íbúðarhúsnæði. Vatnsmisturkerfi hafa verið prófuð fyrir ýmsa áhættuflokka svo sem INSTA 900, OH1, OH2. Ef um hærri áhættuflokk er að ræða eins og OH3, sem eru t.d stórar vörskemmur með miklum eldsmat, þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig til að fá leyfi til notkunar.

Gefa tryggingafélög afslátt af tryggingaiðgjöldum?

Afsláttur af tryggingjaiðgjöldum er atriði, sem viðskiptamenn og tryggingafélög ræða einungis sín á milli. Þrátt fyrir það að uppsetning vatnmisturkerfa gefi ekki fastan afslátt af tryggingaiðgjöldum er reynslan sú, að tryggingafélög gefa sama afslátt vegna vatnsmisturkerfa og þau gefa af hefðbundnum vatnsúðakerfum. Það er hægt að réttlæta þá fullyrðingu, að afslættirnir ættu að vera hærri vegna vatnmisturkerfa af þeirri einföldu ástæðu að minni vatnsnotkun veldur minni skaða. SINTEF í Noregi og BRE Global í Bretlandi hafa skjalfest að vatnsmisturkerfi eru jafn áhrifamikil og hefðbundin vatnsúðakerfi við slökkviaðgerð en við minni vatnsnotkun.

Hvað segja ransóknarstofnanir um vatnsmisturkerfi?

SINTEF, norska byggingarannsóknastofnunin segir í eigin ritverki um vatnsmisturkerfi: “”Vanntåke som slokkemiddel har den fordelen at det brukes mindre vann. Derfor anses vanntåke som godt egnet i bygninger med høy kulturminneverdi. Teknologien egner seg også godt til ettermontering i eldre bygninger, da vanntåkeanlegg kan knyttes til eksisterende vannledningsnett.
Vanntåke egner seg for automatiske slokkeanlegg som utløses i starten av en brann. I omsorgsboliger der det bor mennesker som ikke kan rømme uten hjelp fra andre, anses vanntåke som et godt alternativ til andre sikringstiltak, fordi det bekjemper brannen og skaper forhold for å overleve den første kritiske tiden.”
Eru fyrir hendi sérstakir staðlar fyrir vatnsmisturkerfi?

Í dag eru ekki fyrir hendi samræmdir evrópiskir staðlar fyrir vatnsmisturkerfi en gerð hefur verið European Technical Specification (TS) fyrir tilstilli Evrópíska Staðlaráðsins CEN (Comité Européen de Normalisation), sem eru auðkennd sem TS 14972. Drögin eru í endurskoðun og er búist er við að ný útgáfa verði tilbúin fyrir árslok 2014.
Norræn staðall fyrir prófanir á vatnsþoku í íbúðarhúsnæði nefnast INSTA 900 – 3: Residential sprinkler systems – Part 3: Requirements and fire test methods for watermist nozzles», útgefið í april 2014.
Vatnsþokukerfi eru hönnuð, sett upp og prófuð af einstaklingum, sem hlotið hafa til þess þjálfun og réttindi. Notuð eru INSTA 900 fyrir íbúðarhúsnæði og ÍS 12845 fyrir hefðbundin kerfi. Frávik frá staðlinum, sem varða vatnsmagn, þrýsting og fjarðlægð milli úðastúta þarf að vera samkvæmt handbók og leiðbeiningum framleiðanda. Leiðbeiningar framleiðanda eru gerð í samræmi við niðurstöðu “fullskala” prófana sem hafa verið framkvæmdar hjá viðurkenndum brunaprófunarstöðvum. Áhættuflokkar fyrir vatnsmisturkerfi eru ákvarðaðir á sama hátt og við hönnun hefðundinna vatnsúðakerfa.
Hvernig er verð vatnsmisturkerfa í samanburði við hefðbundin vatnsúðakerfi?

Það er ekki til aðdráttarlaust svar við þessu, því kosnaður er breytilegur frá einu kerfi til annars.

Í stuttu máli má segja, að til að vatnsmisturkerfi verði valið til að verja byggingu, þarf kostnaður uppsetts kerfis að vera samkeppnisfær við verð hefðbundninna vatnsúðakerfa.
Það minnkar kostnað við vatnsmisturkerfi að rörin eru grennri og er fljótlegra að leggja þau. Hafa ber í huga að þegar vatnsúðakerfi eru lögð í eldri byggingar, þá kemur stundum í ljós að vatnsæðin í götunnu uppfyllir ekki kröfur um vatnsmagn sem nægir hefðbundnum vatnsúðkerfum. Með því að nota vatnmisturkerfi, getur sparast talsverður kostnaður við að grafa upp vatnsleiðslur og leggja nýja heimaæð.
Lengri fjarlægð milli stúta vatnmisturkerfa (allt að 5,5 m) stytta röralagnir umtalsvert. Dæmigert vatnsmisturkerfi getur varið allt að 25 fermetra í stað 12 fermetra, þegar um hefðbundið vatnsúðakerfi er að ræða. Þetta sparar verulegar upphæðir í stórum byggingum.
Það sem gæti hækkað kostnaðinn í þessum samanburði eru ryðfríu stálrörin og röratengi sem notuð eru í vatnmisturkerfum. Áhersla skal lögð á að ryðfrítt stál er byggingaefni, sem þolir tímans tönn.
Hefðbundin vatnsúðakerfi eru jafnan lögð með rörum úr svörtu járni, sem endast ekki eins vel gegn tæringu.

Fleira áhugavert: