Mislæg gatna­mót – Reykja­nes­braut og Krýsu­vík­ur­vegi

Heimild:  

 

Febrúar 2017

Svona munu hin nýju gatna­mót á Reykja­nes­braut og Krýsu­vík­ur­vegi líta út. Mynd/​Vega­gerðin – SMELLA Á MYNDIR TIL AÐ STÆKKA

Vega­gerðin birt­ir í nýj­asta hefti Fram­kvæmda­frétta, hvernig ný mis­læg gatna­mót við vega­mót Krýsu­vík­ur­vegs og Reykja­nes­braut­ar munu líta út.

Magn­töl­ur í útboðslýs­ingu verks­ins. Mynd/​Vega­gerðin

Gert er ráð fyr­ir að hvort sínu meg­in við Reykja­nes­braut­ina verði hring­torg, eða öllu held­ur hring­bog­ar. Þá fel­ur fram­kvæmd­in í sér nokkra rampa, teng­ingu vð Hval­eyr­ar­hverfið og
Hellu­hverfið. Að lok­um verður reist hljóðmön fyr­ir norðan Reykja­nes­braut í átt að Hval­eyr­ar­hverfi.

Útboðsgögn vegna máls­ins voru af­hent í byrj­un mánaðar­ins og verða til­boð opnuð 21. fe­brú­ar. Eins og mbl.is hef­ur greint frá nem­ur fjár­veit­ing vegna verk­efn­is­ins um 800 millj­ón­um króna og á verkið að vinn­ast í sum­ar og ljúka í nóv­em­ber á þessu ári.

Meðal þess sem fram­kvæmd­in fel­ur í sér er að rífa upp 14 þúsund fer­metra af mal­biki, koma með 60 þúsund rúm­metra í jarðvegs­fyll­ing­ar vegna hljóðvarna, mal­bika 52 þúsund fer­metra og leggja 2 þúsund fer­metra af gang­stíg­um.

Fleira áhugavert: