Er í lagi að pissa í sturtu?

Heimild:  

 

Það er ekkert til að skammast sín fyrir að játa að maður pissi á meðan staðið er í sturtu eða baði. Margir segjast að minnsta kosti gera þetta og það fylgja því að sögn ákveðnir kostir að pissa í baði.

Samkvæmt því sem kemur fram í today þá sögðust 80 prósent aðspurðra pissa í sturtu. Þetta er þó kannski eitthvað sem fólk hefur ekki hátt um enda væntanlega yfirleitt gert í einrúmi því Myndaniðurstaða fyrir showerþað er nú fátt spennandi við að standa í sturtu í sundlauginni og sjá aðra vera að kasta af sér vatni þar.

Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir að pissa í sturtu.

Það er gott fyrir umhverfið. Það fer mikið vatn í að sturta niður og með því að pissa öðru hvoru í sturtunni þá sparast ansi margir lítrar af vatni.

Það er þrifalegt. Þegar pissað er í klósett fer töluvert út fyrir klósettið (þetta á við strákana) en þegar pissað er í sturtu þá fer allt niður með vatninu og því verður gólfið og jafnvel veggirnir hreinni fyrir vikið sem og kynfærin.

Það er gott fyrir heilsuna. Það er gott fyrir húðina að pissa í sturtu. Hún helst þá hrein og rök því þvag inniheldur mikið af sömu efnum og eru í rakakremum.

Fleira áhugavert: