Ártúnshöfði Elliðavog – 12.600 manna hverfi

Heimild:  

 

Smella á mynd til að stækka – Nýtt hverfi við Elliðaár­vog og á Ártúns­höfða. Mynd/​Reykja­vík

Febrúar 2017

Gert er ráð fyr­ir upp­bygg­ingu íbúðahús­næðis og innviða fyr­ir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaár­vog og á Ártúns­höfða verður að fullu end­ur­gert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bil­inu 5.100 til 5.600. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg, en kynn­ing­ar­fund­ur um skipu­lag og upp­bygg­ingu svæðis­ins verður hald­inn á morg­un í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur klukk­an 17:00.

Haft er eft­ir Birni Guðbrands­syni hjá Arkís að upp­bygg­ing svæðis­ins búi yfir fjöl­mörg­um eig­in­leik­um vist­vænn­ar byggðar. Ramma­skipu­lag fyr­ir svæðið var unnið í sam­starfi Arkís, Lands­lags og Verkís.

„Að stærst­um hluta er um að ræða land sem þegar hef­ur verið raskað; at­hafna­svæði sem geng­ur í gegn­um end­ur­nýj­un og umbreyt­ist í blandaða byggð,“ seg­ir Björn, en hann er meðal þeirra sem segja frá hverf­inu á kynn­ing­ar­fund­in­um á morg­un.  Hann seg­ir að lögð hafi verið áhersla á að skapa hverfi sem er þétt og fjöl­breytt, bjóði upp á þjón­ustu og at­vinnu­mögu­leika inn­an hverf­is og er tengt hágæða al­menn­ings­sam­göngu­kerfi. Upp­bygg­ing­in mun tengj­ast nýrri borg­ar­línu á sam­göngu­ás frá vestri til aust­urs, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Fleira áhugavert: