Er Oroville stærsta stífla Bandaríkjanna að bresta?

Heimild:  

 

Smella á myndir til að stækka

Yfir 180 þúsund manns í Norður-Kali­forn­íu hef­ur verið gert að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna þess að hætta er á að Oroville-stífl­an sé að bresta. Stífl­an er sú stærsta í Banda­ríkj­un­um.

Mik­il úr­koma var á þessu svæði um helg­ina og var farið að flæða yfir varn­argarða henn­ar. Þrátt fyr­ir að það sé hætt hafa yf­ir­völd ákveðið að aflétta ekki banni við að fólk snúi aft­ur til síns heima.
Vatns­hæðin hef­ur hækkað mjög í uppistöðulóni stífl­unn­ar vegna mik­ill­ar úr­komu, bæði rign­ing­ar og snjó­komu, en mjög þurrt hef­ur verið á þess­um slóðum í mörg ár.

Þetta er í fyrsta skipti sem Oroville-vatn, sem er 105 km norður af Sacra­mento, fer yfir varn­argarða stífl­unn­ar í tæp­lega 50 ára sögu henn­ar.

Síðdeg­is í gær var ít­rekað send út beiðni til íbúa um að yf­ir­gefa heim­ili sín og var mar­g­end­ur­tekið að þetta væri ekki æf­ing.

Íbúum í bæn­um Oroville, en íbú­arn­ir eru alls um 16 þúsund tals­ins, var gert að halda í norður og myndaðist ör­tröð á þjóðveg­in­um á leið út úr bæn­um. Voru ýms­ir bæj­ar­bú­ar ósátt­ir við hversu seint viðvör­un­in kom. Skort­ur sé á neyðar­at­hvörf­um og öll hót­el upp­bókuð.

Fleira áhugavert: