Sundhöll Ísafjarðar – Hönnunarsamkeppni um endurbætur

Heimild:   

 

Febrúar 2017

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

RÚV
K
anon Arkitektar áttu vinningstillögu hönnunarsamkeppni um endurbætur á Sundhöll Ísafjarðar. Framtíðaráform sundlaugarinnar hefur verið áralangt deiluefni en vinningshafi segir björninn ekki unninn þótt keppnin sé það.

Smella á myndir til að stækka

Sundhöll Ísafjarðar er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var vígð árið 1946. Hún er með 16 metra langri innilaug og íþróttasal. Sundhöllin er komin til ára sinna og íbúar á Ísafirði skipa sér í pólitískar fylkingar um hvernig framtíðarsundlaugaráformum bæjarins skuli háttað. Hvort ráðast skuli í endurbætur á sundhöllinni með bættu aðgengi og útipottum eða finna húsinu nýtt hlutverk og í staðinn byggja 25 metra langa keppnislaug þar sem engin þeirra fimm almenningssundlauga sem eru á norðanverðum Vestfjörðum er svo löng. Meirihluti Í listans í Ísafjarðarbæ efndi til hönnunarsamkeppni til að fullkanna möguleika sundhallarinnar. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur gagnrýnt keppnina þar sem aðrar útfærslur á sundlaug hafi ekki verið kannaðar né ákvörðun tekin.

Niðurstöður keppninnar voru kynntar á 71 árs afmæli hússins. „Ég vona að þegar fólk sér hvað hægt er að gera, en auðvitað verðum við að vita gróflega hvað það gæti kostað, þá geti fólk rætt sig saman um það hvert það vill fara. Og ég vona að það myndist sátt um það hvort sem að það verður að framkvæmdum eða ekki,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Keppninni bárust tíu tillögur og það voru Kanon arkitektar sem áttu vinningstillöguna. „Við erum að tala um hús sem er ákveðið menningarverðmæti svo maður verður að vera svolítið hógvær og sýna virðingu en uppleggið var náttúrlega að bæta útiaðstöðu og tryggja aðgengi fyrir alla. Reyna að finna kjarnann, hvað er hið fína, opna upp rýmið, veita birtu og tryggja aðgengi,“ segir Halldóra Bragadóttir, arkitekt.

Halldóra segir að þrátt fyrir mikla vinnu þá sé björninn ekki unninn. „Undir öllum kringumstæðum er það gott þegar það sem maður leggur sig fram við að gera fellur í góðan jarðveg, það veitir mikla ánægju.“ Svo bara plús ef það verður að veruleika? „Já, það væri náttúrlega æðisgengið.“

 

MBL  apríl 2016

Í drög­um að hug­mynda­sam­keppni vegna hugs­an­legra end­ur­bóta á Sund­höll Ísa­fjarðarbæj­ar seg­ir að þær séu hugsaðar til að bæta sundaðstöðu, aðgengi, aðbúnað fatlaðra, bún­ings­klefa og út­búa úti­svæði með pott­um og stærri gufubaði.

Ekki stend­ur til að bæta sundaðstöðu fyr­ir keppn­is­grein­ar í þetta skipti eða gera breyt­ing­ar á sund­laug­inni sem er 16 metra löng inni­laug. Laug­in var byggð fyr­ir sjö­tíu árum og hafa ekki verið gerðar breyt­ing­ar á henni.

Hug­mynda­sam­keppn­in hef­ur verið til umræðu hjá íþrótta- og tóm­stunda­nefnd að und­an­förnu. Bæj­ar­ráð og bæj­ar­stjórn þurfa að samþykkja hana áður en hægt verður að setja hana af stað. Sitt sýn­ist hverj­um um mögu­leg­ar fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar en sum­ir telja að frek­ar ætti að byggja fjöl­nota íþrótta­hús og bæta aðstöðu sundiðkenda til muna.

Páll Jan­us Þórðar­son, yfirþjálf­ari Sund­deild­ar Vestra, deildi pistli á Face­book-síðu sinni fyrr í þess­ari viku þar sem hann gagn­rýndi aðstöðu fyr­ir sund­fólk á Ísaf­irði. Hafði hann verið með tvo iðkend­ur á Íslands­meist­ara­móti í 50 metra laug helg­ina áður og gerðu þau ógilt í tveim­ur af sex sund­um. Sagði hann að það mætti rekja til aðstöðunn­ar sem þau hafa til æf­inga.

Ann­ars veg­ar sé æf­ing­ar­laug­in of grunn og stutt og hins veg­ar lík­ist bakk­ar og rá­spall­ar ekki þeim aðstæðum sem þau keppa við. Þá hafa þau sem æfa sund aðeins aðgang að sund­laug­inni í fjór­ar klukku­stund­ir á dag.

Sundhöllin var tekin í notkun árið 1945.

Sund­höll­in var tek­in í notk­un árið 1945

Lofuðu ekki fjöl­nota íþrótta­húsi

Kristján Andri Guðmunds­son, formaður íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og bæj­ar­full­trúi Í-list­ans, seg­ir að í umræðunni um hugs­an­leg­ar end­ur­bæt­ur gæti ákveðins mis­skiln­ings. Aðeins sé búið að gera drög að hug­mynda­sam­keppni sem síðan eigi eft­ir að fara til bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar, ekki sé búið að ákveða að fara í fram­kvæmd­irn­ar sama hver kostnaður­inn verður.

Í fund­ar­gerðum nefnd­ar­inn­ar er að finna bók­an­ir frá full­trú­um Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks þar sem send­ir að mjög brýnt sé orðið að ráðast í al­vöru upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í bæj­ar­fé­lag­inu til þess að íþróttaiðkend­urm, og þá ekki síst börn og ung­ling­ar, standi jafn­fæt­is íþróttaiðkend­um í öðrum sam­bæri­leg­um bæj­ar­fé­lög­um á land­inu.

Verði ráðist jafn kostnaðarsama fram­kvæmd og „stefnt er að, þá verður að telj­ast afar ólík­legt að á næstu árum muni vera til nokk­urt fjár­magn til upp­bygg­ing­ar aðstöðu fyr­ir ungt íþrótta­fólk í bæj­ar­fé­lag­inu,“ seg­ir í bók­un bæj­ar­full­trú­anna.

Kristján Andri seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi lofað fjöl­nota íþrótta­húsi í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um en það hafi Í-list­inn ekki gert. Hann seg­ir að ekki sé gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á sund­laug­ar­ker­inu vegna pláss­leys­is.

Stærri laug, betri nýt­ing

Páll Jan­us er meðal þeirra sem vilja sjá upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir þá sem kjósa að synda í laug­inni. Í dag æfa um eitt hundrað börn hjá sund­deild Vestra og all­ir nem­end­ur grunn­skól­ans koma einu sinni í viku í skóla­sund. Aðrir gest­ir hafa aðgang að laug­inni í fjór­ar klukku­stund­ir á dag á virk­um dög­um.

„Ég myndi auðvitað vilja fá al­menni­lega lengd á laug, alla­vega 25 metra laug að lá­m­arki,“ seg­ir Páll Jan­us, aðspurður um hvaða breyt­ing­ar hann myndi vilja sjá.

„Við erum líka með mjög tak­markaðan laug­ar­tíma en það þarf að loka laug­inni fyr­ir al­menn­ing svo sundæf­ing­ar og skóla­sund geti farið fram. Laug­in er opin fimmtán tíma á dag en þar af eru fjór­ir tím­ar fyr­ir al­menn­ing og ell­efu tím­ar fyr­ir sundæf­ing­ar og skóla­sund.

Með stærri laug væri hægt að hafa opið bæði fyr­ir al­menn­ing og æf­ing­ar sam­tím­is. Maður fær alltaf svona pínu eins og það sé verið að horfa á hnakk­ann á manni fyr­ir að vera alltaf í sunda­laug­inni og al­menn­ing­ur fái aldrei að vera í laug­inni. Sam­fé­lagið er vissu­lega mjög sam­helt hérna og veit að það er best fyr­ir börn­in að vera í íþrótt­um,“ bæt­ir Páll Jan­us við.

Þá bend­ir hann á áhyggj­ur inn­an sund­hreyf­ing­ar­inn­ar að með auk­inni aðstöðu fyr­ir aðmenn­ing gæti orðið krafa um að skerða enn frek­ar þann tíma sem út­hlutað er til þeirra þriggja íþrótta­fé­laga sem stunda æf­ing­ar í laug­inni, þ.e. Sund­deild Vestra, Sund­deild Ívars og Kubb­ur, íþrótta­fé­lag eldri borg­ara.

Kristján Andri Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og bæjarfulltrúi Í-listans, ...

Kristján Andri Guðmunds­son, formaður íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og bæj­ar­full­trúi Í-list­ans, seg­ir að í umræðunni um hugs­an­leg­ar end­ur­bæt­ur gæti ákveðins mis­skiln­ings.

 Meira svig­rúm fyr­ir eldri borg­ara

Ísfirðing­ar hafa státað sig af góðu sund­fólki í gegn­um árin og er Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, Vest­f­irðing­ur síðasta  árs, meðal þeirra sem skína skært um þess­ar mund­ir. „Það er mik­il hefð fyr­ir sundíþrótt­inni hérna á Ísaf­irði og við höf­um átt gott sund­fólk í gegn­um árin miðað við aðstöðu. Það hef­ur hallað und­an fæti að und­an­förnu og dregið úr þessu, með bættri íþróttaaðstöðu  hjá öðrum deild­um og öðrum grein­um,“ seg­ir Páll Jan­us.

Krist­ín æfir af kappi fyr­ir heims­meist­ara­mót á Flórens á Ítal­íu í sum­ar þar sem keppt er í 50 metra laug, laug sem er 34 metr­um lengri en laug­in á Ísaf­irði. Næsta 25 metra sund­laug er á Hólm­vík og seg­ir Páll Jan­us óraun­hæft að keyra þangað til að fara á sundæf­ing­ar. Hann seg­ir þjálf­ara og iðkend­ur vera dug­lega að nýta sér mót á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem æft og keppt er við mun betri aðstæður.

Páll Jan­us vill þó ekki aðeins sjá betri aðstöðu fyr­ir þau sem æfa sund. Hann vill gjarn­an að al­menn­ing­ur hafi aðgang að sund­laug leng­ur en fjór­ar klukku­stund­ir á dag en með stærri laug væri hægt að hafa opið bæði fyr­ir al­menn­ing og æf­ing­ar sam­tím­is.

Virka daga er laug­in opin al­menn­ing frá kl. 7-8 á morgn­ana og síðan frá kl. 18-21 á kvöld­in. Hann seg­ist hafa þjálfað víða um land og viti af reynslu að eldri kyn­slóðirn­ar sæki helst í laug­arn­ar fyrri hluta dags og njóti þess að geta stundað lík­ams­rækt.

Fleira áhugavert: