Vatnsskortur Austur Afríku – Endurheimta skóga Kilimanjaro

Heimild:  

 

Nóvember 2016

Smella á myndir til að stækka

Brýnt er að endurheimta skóga í hlíðum Kilimanjaro til að bæta vatnsbúskap svæðisins, að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á fjallaráðstefnunni World Mountain Forum í Uganda. Á síðustu 40 árum hafa um 13.000 hektarar af skóglendi fjallsins eyðst vegna loftslagsbreytinga, m.a. í skógareldum, en áætlað er að þessir skógar hafi verið uppspretta drykkjarvatns
fyrir milljón manns. Endurheimt skógarins bætir ekki aðeins vatnsstöðu og ræktunarmöguleika, heldur myndi hún einnig auðvelda uppbyggingu vatnsaflsvirkjana og styðja við ferðaþjónustu sem er gríðarlega mikilvæg fyrir
hagkerfi nærliggjandi svæða.

Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku 5895m. Það tilheyrir ekki neinum fjallgörðum eins og t.d. Andesfjöllin eða Alparnir sem gerir það að “frístandandi” fjalli og það hæsta í heiminum sem slíkt. Kilimanjaro er mjög fjölskrúðugt fjall hvað gróður varðar og má segja að gengið sé um flest gróðurbelti jarðar á leiðinni. Byrjað er í regnskógi, síðan taka við grösugar sléttur. Eftir því sem hæðin eykst verður landslagið hrjóstrugra og lokaspölinn er gengið upp skriður með jökul á aðra hönd.

Fleira áhugavert: