Hrein náttúra og hrein orka? – Kolabrennsla íslendinga eykst um 60% árin 2016*2018 – Verður á pari við brennsluna árin 1918*1939

Heimild:  

 

Janúar 2017

 Stóriðjuuppbygging á Íslandi eykur kolanotkun á landinu í yfir 200 þúsund tonn á ári eða um 60% á þremur árum samkvæmt spá Orkustofnunar. Íslendingar hafa ekki brennt jafnmiklum kolum síðan á millistríðsárunum.

Hrein náttúra og hrein orka er sú ímynd sem margir hafa af Íslandi. En það er ekki allt sem sýnist. Þótt Íslendingar séu löngu hættir að hita hús með kolum, og hitaveita og rafmagn hafi komið í staðinn, eru kol brennd hér í meira mæli en verið hefur áratugum saman. Reyndar hafa ekki verið notuð jafnmikil kol á Íslandi síðan á millistríðsárunum.

Kol hafa í seinni tíð verið notuð í iðnaðarframleiðslu, og kolanotkun hér hefur um það bil tvöfaldast frá árinu 1993. Tvö fyrirtæki hafa notað kol beint við framleiðslu sína, Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga og Sementsverksmiðjan á Akranesi, sem hefur nú verið lokað.

Smella á myndir til að stækka

Um þessar mundir bætir enn í notkunina, því í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, þar sem framleiðsla hófst í fyrra, eru brennd kol í framleiðslunni, og sama verður gert í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík, þar sem gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í árslok.

Árið 2015 voru notuð 139 þúsund tonn af kolum á Íslandi. Samkvæmt eldsneytisspá Orkustofnunar var áætlað að notkunin ykist í 161 þúsund tonn 2016 og í 181 þúsund tonn 2017. Árið 2018 yrði hún orðin 224 þúsund tonn, sem er rúmlega 60% aukning á þremur árum.

Kolanotkun í Kína er með því mesta sem gerist, en þar voru notuð sem samsvarar 2,03 tonnum af kolum á hvert mannsbarn 2015. Hver Bandaríkjamaður notaði sama ár 1,63 tonn af kolum, en hver Íslendingur 0,42 tonn. Árið 2018 er áætlað að notkunin hér á landi verði orðin 0,66 tonn á hvern Íslending.                                 

Fleira áhugavert: