Stíflulosun – Hvernig virkar stíflulosun?

Heimild:  

 

Smella á myndir til að stækka

Stíflulosun salerni, vaskar, niðurföll inni og úti, ofl.

Gormavélar Ganga í lagnir frá 8 mm í þvermál og upp í 800 mm
Draga 30 metra inn í lagnir
Fara fyrir 90 gráðu beygjur á lögnum

Háþrýstidæla dregur hreinsispíssa 150 metra inn í lagnir fyrir eigin vatnsþrýstingi
Hreinsispíssar fyrir lagnir frá 50 mm í þvermál og upp í 800 mm.
Þrýstingur upp í 200 kg. á fersentímetra.
Dælir 82 lítrum á mínútu.
Fjarstýring tryggir örugga notkun innanhúss.
Framan á gorminn eru festar mismunandi gerðir af spöðum eftir aðstæðum hverju sinni. Snúningurinn á gorminum skrúfar hann inn lagnirnar og fyrir vinkilbeygjur í lögnunum. Mikill snúningshraði og úrval spaða ráða við jafnvel erfiðustu stíflur og lögnin er hrein á eftir. Gormurinn sjálfur rúllast inn og út úr lokaðri hlíf sem þýðir hámarks hreinlæti þegar unnið er innan dyra.

Á endann á háþrýstislöngunum sem tengdar eru vatnsdælunni eru festir spíssar af ýmsum stærðum og gerðum, eftir aðstæðum hverju sinni. Þeir minna á byssukúlur í lögun og í þeim hverfist vatnið svo það sprautast af miklum krafti út um krans af götum aftan á spíssunum. Vegna þessa dregur vatnsþrýstingurinn slönguna af miklu afli inn lagnirnar. Stundum er einnig ein vatnsbuna fram úr spíssunum til að leysa upp og gera göt á stíflur fram undan. Hægt er að draga slönguna aftur á bak með fullum þrýstingi til að háþrýstiþvo lagnirnar að innan og skola burt öllum hugsanlegum óhreinindum

Fleira áhugavert: