Vogabyggð – Skipu­lag svæðis­ins

Heimild:  

 

Mik­il upp­bygg­ing er áformuð við Elliðavog og á Ártúns­höfða. Efnt var til hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag svæðis­ins og voru úr­slit kunn­gjörð í fyrra­sum­ar. Í vinn­ingstil­lög­unni er gert ráð fyr­ir u.þ.b. 816.200 fer­metra viðbót­ar bygg­ing­ar­magni og 5.100 íbúðum í 3-5 hæða hús­um. Hverfið verður sam­bland íbúðar- og at­vinnu­hús­næðis.

„Svæðið er eitt af lyk­ilupp­bygg­ing­ar­svæðum í borg­inni og gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki gagn­vart því mark­miði aðal­skipu­lags­ins að þétta byggð í borg­inni, m.a. þykir af þeim sök­um tíma­bært að hefja vinnu við end­urþróun þess, en fyr­ir­sjá­an­legt er að verk­efnið er í heild sinni lang­tíma­verk­efni,“ sagði í kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar þegar úr­slit­in voru kunn­gjörð í júní 2015.

Til­laga unn­in af Arkís arki­tekt­um ehf., Lands­lagi ehf. og Verkís ehf. með aðstoð dr. Bjarna Reyn­ars­son­ar varð hlut­skörp­ust.

 

Elliðahöfn í land­fyll­ingu

Skipu­lags­hug­mynd­inni er lýst þannig:

„Lands­lag á Ártúns­höfða skipt­ir hverf­inu í tvö meg­in­svæði, byggðina uppi á höfðanum og byggðina niðri við vog­inn. Grænt belti teikn­ar upp gömlu strand­lín­una og brún höfðans og mynd­ar já­kvæðan suð- og aust­læg­an jaðar fyr­ir neðri byggðina. Ártúns­höfðinn er dreg­inn sér­stak­lega fram sem kenni­leiti með því að færa sjó­inn aft­ur inn að hon­um með „Elliðahöfn“ sem sker sig inn í land­fyll­ingu og skap­ar skil­yrði fyr­ir lif­andi byggð í nýju bryggju­hverfi sem snýr vel við sól og í skjóli fyr­ir haf­golu. Áber­andi kenni­leit­is­bygg­ing­ar og út­sýn­ispall­ur fremst á höfðanum styrkja þessa mynd. Borg­ar­lín­an um Stór­höfða er meg­inæð á efra svæðinu, en Sæv­ar­höfðinn hlykkj­ast um neðra svæðið. Fram­lengd­ur Breiðhöfði ligg­ur sem sjónás í gegn­um efri og neðri byggðina þvert á Stór­höfða og Sæv­ar­höfða og sam­ein­ar svæðin tvö. Frá Breiðhöfða er út­sýni yfir Grafar­vog til Esj­unn­ar. Þess­ar þrjár göt­ur fá yf­ir­bragð breiðstræta og er Stór­höfðinn þeirra breiðast­ur til að rúma sam­göngu­lausn sem val­in verður fyr­ir borg­ar­lín­una.

Meg­in­kjarn­ar byggðar­inn­ar mynd­ast við torg þar sem Breiðhöfðinn sker Stór­höfða (Kross­mýr­ar­torg) og norðan gatna­móta Breiðhöfða og Sæv­ar­höfða (Bryggju­torg). Efri byggðin nýt­ur út­sýn­is og al­menn­ings­garða og torga, en sú neðri ná­lægðar við sjó og aðliggj­andi nátt­úruperl­ur í Elliðaár­dal og Grafar­vogi. Svæðin njóta ná­lægðar hvort við annað. Geirs­nefi verði umbreytt í skjólgott og fjöl­breyti­legt úti­vist­ar­svæði fyr­ir aðliggj­andi byggð og sem fram­leng­ing á úti­vist­ar- og nátt­úru­svæðinu í Elliðaár­dal.“

Skipu­lagstil­lag­an hef­ur verið unn­in áfram og þróuð, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Björns Guðbrands­son­ar arki­tekts hjá Arkís.

Vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar á svæðinu þurfa nokk­ur fyr­ir­tæki að flytja starf­semi sína annað, eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu. Flest tengj­ast þau bygg­ing­ariðnaði og fram­kvæmd­um, þ.e. efn­is­sal­ar, mal­bik­un­ar­fram­leiðandi og steypu­stöðvar.

Björg­un ehf. verður fyrsta fyr­ir­tækið sem flyt­ur starf­semi sína. Í októ­ber síðastliðnum voru und­ir­ritaðir samn­ing­ar milli Faxa­flóa­hafna sf. og Björg­un­ar ehf. um rým­ingu fyr­ir­tæk­is­ins af lóðinni Sæv­ar­höfði 33 og gerð 25.000 fer­metra land­fyll­ing­ar sem fyrsta áfanga í stækk­un Bryggju­hverf­is­ins. Malar­efni á lóðinni verður notað í land­fyll­ing­una. Reykja­vík­ur­borg vinn­ur nú að því að ljúka um­hverf­is­mati .

Fleira áhugavert: