Þingsályktunartillaga um orkuskipti – Minnka notkun jarðnefnaeldsneytis á íslandi

Heimild:  ruv

 

Júní 2016

orka

Draga á kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis til ársins 2030 skv. þingsályktunartillögu um orkuskipti sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á síðasta degi vorþingsins. Tillagan er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Þingsályktunartillagan var lögð fram á lokadögum þingsins til kynningar en hún er unnin í samstarfi við Grænu orkuna, sem er samstarfsvettvangur um orkuskipti. Sett eru fram markmið um orkuskipti á landi, láði og legi. Áður hafði komið fram stefna til 2020 en þessi tillaga nær lengra fram í tímann, til ársins 2030.
Í tillögunni er aðgerðaráætlun í 25 liðum og er m.a. stefnt að því að endurnýjanleg orka í samgöngum á landi verði 30% og 10% á hafi árið 2030. Verkefnisstjóri eldsneytis og vistvænnar orku hjá Orkustofnun hefur sagt að grípa þurfi til róttækra aðgerða ef Ísland á að geta staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.

ragnheiður elín

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að áætlunin sé eitt af átta verkefnum sem umhverfisráðherra heldur utanum.
„Hún fól mér, umhverfisráðherra fól mér 2 af þessum átta verkefnum.“
Annað verkefnið er aðgerðaráætlunin en hitt er þriggja ára átak í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.
„Þannig að ég ber ábyrgð á tveimur af þessum átta verkefnum sem er heildstætt kallað sóknaráætlun Íslendinga í loftslagsmálum.“

Ekki er búið að meta kostnað við verkefnin  sem nefnd eru í tillögunni. Meðal annars er talað um að endurskoða gjaldtöku í samgöngum, að hreinorkubílar eigi að njóta áfram skattaafsláttar og kanna á hvort hópferðabifreiðar geti notið sömu ívilnana og þeir.  50 prósenta afsláttur verði af hlunnindasköttum fyrr vistvænar bifreiðar o.s.frv.
Úthlutað verður úr Orkusjóði 67 m.kr., árlega í þrjú ár, til að byggja upp innviði fyrir rafbíla.  Er þetta nóg?
„Ríkið á kannski ekki að vera byggjandi hleðslustöðvar út um allt land  ekki frekar en ríkið hefur byggt bensínstöðvar um allt land það sem við erum að gera með þessu er að stuðla að því að innviðauppbyggingunni verði hraðað.“

Fleira áhugavert: