Breti kaup­ir íslenskar jarðir/réttindi í ám Vopnafirði

Heimild:  

 

Breski auðmaður­inn Jim Ratclif­fe hef­ur keypt þrjár jarðir í Vopnafirði og á þar með að hluta eða í heild ell­efu jarðir í Vopnafirði, en eign­ar­hlut í hinum jörðunum á hann í gegn­um Veiðiklúbb­inn Streng ehf. Jarðirn­ar sem keypt­ar voru í októ­ber eru Síreksstaðir, Guðmund­arstaðir og Há­teig­ur, en þær eru all­ar við Sunnu­dalsá.

Jim Ratclif­fe

Ratclif­fe er sam­kvæmt For­bes fimmti rík­asti maður Bret­lands­eyja og núm­er 233 yfir rík­ustu menn heims. Hann efnaðist sem stjórn­andi og aðal­eig­andi efna­fyr­ir­tæk­is­ins Ineos sem fram­leiðir plastefni, vökva og end­ur­nýj­an­lega orku úr sorpi.

Í frétt á vef Aust­ur­frétt­ar kem­ur fram að eign­ar­hald jarðanna megi rekja í gegn­um ís­lensk fé­lög til Hallicilla lim­ited sem sé skráð í Bretlandi. For­svarsmaður þess fé­lags er efna­fræðing­ur­inn Bill Reid, en viðskipt­in með jarðirn­ar í Vopnafirði voru einnig gerð í umboði hans. Aust­ur­frétt seg­ir að eini eig­andi Hallicilla sé aft­ur á móti Ratclif­fe.

Smella á myndir til að stækka

Auðmenn hafa lengi haft auga á jörðum á þess­um slóðum, en einkum er talið að sóst sé eft­ir at­kvæðarétti í tengsl­um við veiðirétt í ám á svæðinu. Á svæðinu eru meðal ann­ars Hofsá, Selá og svo Sunnu­dalsá.

Ratclif­fe kom sjálf­ur til Íslands í júlí á þessu ári, en þá lentu þrjár einkaþotur í hans eigu á Eg­ilsstaðaflug­velli.

Sam­kvæmt For­bes eru eign­ir Ratclif­fe metn­ar á 7 millj­arða dali, eða um 800 millj­arða króna.

Fleira áhugavert: