Hættum að fæða rotturnar – Kvarnir til óþurftar

Heimild:  

 

Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því að með því að láta matarafganga fara í holræsakerfið sé verið að fæða rotturnar sem þar dvelja, misjafnlega margar hverju sinni, fer eftir fæðuframboði og árangri í meindýraeyðingu.

Spikfeitar rottur hafa á stundum litið dagsins ljós þegar þær hafa skriðið upp um opin niðurföll og þá verður fjandinn laus, sem skiljanlegt er.

Mjög mikil aukning hefur verið á að heimili, fyrirtæki og stofnanir hafi sett kvarnir við niðurföll á eldhúsvöskum og í framhaldinu látið matarafganga sem ekki eru nýttir og annað lífrænt efni í vaskinn, kvörnin sett í gang og þá um leið skellt hressilegu fæðuframboði í kerfið fyrir rotturnar. Í reynd eru þessar kvarnir algjörlega óþarfar og reyndar til óþurftar, matarafgangar sem fólk nýtir ekki eiga að fara í lífrænu tunnuna og ekkert annað.

Fleiri vandamál fylgja þessu aukna magni inn í holræsakerfi bæjarins svo sem aukinn og erfiðari rekstur á dælustöðvum kerfisins, en öllu öðru en regnvatni, þar sem það fer í sérstakar ferskvatnslagnir, er dælt út fyrir Eiðið með ærnum kostnaði.

 

Blautklútar til vandræða

Annað er það sem alls ekki má setja í horræsakerfið eru blautklútar, sem og aðrir klútar, dömubindi og hverju nafni sem það nefnist annað er klósettpappír.

Sem dæmi þá eru blautklútarnir mjög teygjanlegir og reglulega þarf að taka dælur í dælustöðvunum í sundur þar sem þær hreinlega stöðvast, eftir að nokkuð magn af þessu klútum hefur vafist utan um dæluverkið. Þá stífla m.a. dömubindi lagnir.

Það á varla að þurfa að nefna þessi dæmi, en reynslan sýnir að ekki er vanþörf á því, því miður.

Það er kannski einkennilegt að vera að minnast á þessi atriði í dag, á Alþjóðadegi klósettsins, sem haldinn er til vitnis um að það eru ekki allir sem búa við þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa aðgang að klósetti og dagurinn merktur sérstaklega vegna stöðu þeirra.

En það er samt þörf á ofangreindri áminningu.

 

Fleira áhugavert: