Dropi í hafið miðað við svikna vöru gufuaflsvirkjana

Heimild:  bloggid

 

Omar Þ Ragnarsson

Ómar Ragnarsson

Nú er eðlilega talað um svikna vöru þegar hún er auglýst sem vistvæn en er það aldrei.

En eggin brúnu eru eins og örlítill dropi í hafið að magni og í fjárhæðum taldið, miðað við þá vöru, sem við seljum frá gufuaflsvirkjununum að stærstu leyti í því formi, að þar er hrein rányrkja á ferð.

Í forsendum þeirra er aðeins gert ráð fyrir að aflið endist í 50 ár, sem er óravegu frá því að teljast endurnýjanleg orka og orkuöflun, sem standist höfuðkröfu 21. aldarinnar um sjálfbæra þróun.

hellisheidavirkjunTil að kóróna allt er stanslaust básúnað í síbylju út um alla heimsbyggðina að þetta sé „hrein, endurnýjanleg orka og sjálfbær þróun“ og ekki bara það, að við séum til fyrirmyndar og í fararbroddi í þessu atriði.

Skýrasta dæmið er Hellisheiðarvirkjun þar sem orkan fer þegar stanslaust dvínandi, enda pumpað upp úr jörðinni langt umfram það sem orkuhólfið getur endurnýjað.

Nú þegar er farið að tala um orkuskort á höfuðborgarsvæðinu en aldrei minnst á hina raunverulegu ástæðu að í hreinni græðgi var farið offari í ágengri orkunýtingu og útlendingar blekktir til langtímasamninga um orkusölu.

 

Fleira áhugavert: