Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn 19.nóvember

Heimild:  mbl

 

klosett-aMark­mið alþjóðlega kló­sett­dags­ins, sem hald­inn er 19. nóv­em­ber ár hvert, er að vekja at­hygli á þeim vanda sem felst í skorti á hrein­lætisaðstöðu en þriðji hver maður í heim­in­um hef­ur ekki aðgang að mann­sæm­andi hrein­lætisaðstöðu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­einuðu þjóðunum.

7.500 manns deyja á hverj­um degi að meðaltali  af völd­um skorts á hrein­lætisaðstöðu og þar af fimm þúsund börn áður en þau ná fimm ára aldri. Þá fara á hverju ári 275 millj­ón­ir skóla­daga for­görðum vegna sjúk­dóma sem smit­ast í gegn­um óhreint vatn eða vegna þess að hrein­lætisaðstaða er ekki fyr­ir hendi.

„Það er hægt að berj­ast gegn ójöfnuði á ólík­leg­asta stað: á kló­sett­inu,“ seg­ir Cat­ar­ina de Al­buqu­erque sem er sér­stak­ur er­ind­reki SÞ þegar kem­ur að þeim mann­rétt­ind­um að hafa aðgang að drykkjar­vatni og hrein­lætisaðstöðu.

Fleira áhugavert: