Ríkisstofanir – 182 stofn­anir í 300 þúsund manna samfélagi ..ótrú­legt

Heimild:  mbl

 

Febrúar 2016

Hreggvidur Jonson

Hreggviður Jónson

Það er í raun ótrú­legt að 300 þúsund manna sam­fé­lag skuli halda úti 182 rík­is­stofn­un­um og nokk­ur hundruð rekstr­arein­ing­um til viðbót­ar á sveit­ar­stjórn­arstig. Flest­ir stjórn­mála­menn virðast sam­mála um ávinn­ing sem get­ur fal­ist í færri og skil­virk­ari op­in­ber­um stofn­un­um, en samt hef­ur lítið verið um aðgerðir í þeim efn­um. Þetta sagði Hreggviður Jóns­son, frá­far­andi formaður Viðskiptaráðs Íslands í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag.

Hreggviður kom víða við í ræðu sinni og sagði meðal ann­ars að ef ekki yrði stefnt að því að marg­falda íbúa­fjölda hér­lend­is á næstu árum þyrftu stjórn­völd að móta um­gjörð at­vinnu­lífs­ins með hliðsjón af þrem­ur áskor­un­um sem fylgja smæðinni.

Í fyrsta lagi búi ís­lensk fyr­ir­tæki við of mikl­ar efna­hags­sveifl­ur. Sagði Hreggviður sveifl­ur al­mennt heil­brigðis­merki, en að óstöðug­leik­inn hér væri úr hófi fram. Erfitt væri að móta lang­tíma­áætlan­ir, byggja upp sér­hæft vinnu­afl og standa í fjár­fest­ing­um.Sagði hann op­in­ber fjár­mál, stöðug­leiki á vinnu­markaði vera Akki­les­ar­hæl at­vinnu­lífs­ins. Þá krefðist ör­smár gjald­miðill miklu meiri aga í hag­stjórn en sýnd­ur hefði verið.

Í öðru lagi sagði hann stofn­ana­kerfi og leik­regl­ur hér á landi ekki í takt við eðli hag­kerf­is­ins. Við vær­um með stofn­ana­kerfi á við marg­falt stærri ríki og þar af leiðandi væri hærri hlut­falls­leg­ur kostnaður og rýr­ari gæði. Nefndi hann meðal ann­ars þann mikla fjölda rík­is­stofn­ana sem kom fram hér að fram­an. Þá sagði Hreggviður leik­regl­ur ekki sniðnar að aðstæðum, held­ur væri reglu­verk og eft­ir­lit meira íþyngj­andi en víða ann­ars staðar í stað þess að vera með skil­virk­ar og sveigj­an­leg­ar leik­regl­ur.

Ríkisstofnanir1Í þriðja lagi nefni hann ýms­ar viðskipta­hindr­an­ir sem hefði verið komið á til að koma í veg fyr­ir aukna fram­leiðni inn­lendra fyr­ir­tækja. Sagði hann höml­ur gegn alþjóðlegri ekki góða og að auk­in fram­leiðni væri grund­vall­ar drif­kraft­ur í hag­kerf­inu. Með höml­um væri verið að draga úr þess­um drif­krafti. Sagði hann nær­tæk­asta dæmið vera toll­vernd á land­búnaðar­vör­ur, en einnig hindr­an­ir á er­lenda fjár­fest­ingu, flókn­ir neyslu­skatt­ar, stimp­il­gjöld og aðrir sér­tæk­ir skatt­ar. Gagn­rýndi hann einnig beina sam­keppni hins op­in­bera í ákveðnum grein­um og nefndi Sorpu, Lands­bank­ann, Rík­is­út­varpið, Frí­höfn­ina, Ísland­s­póst og ÁTVR sem dæmi.

Hreggviður fór svo yfir kjara­samn­inga síðustu miss­era og sagði þá hafa verið inni­stæðulausa. Þrátt fyr­ir það sagði hann aðila vinnu­markaðar­ins sam­mála um nýtt verklag við samn­inga­gerð og því beri að fagna.

Ítrekaði Hreggviður að fram­leiðni á Íslandi væri lág sam­an­borið við helstu ná­granna­ríki Íslands og að vand­inn fæl­ist í lágri fram­leiðni vinnu­afls. Sagði hann fram­far­ir á þessu sviði geta skilað veru­leg­um lífs­kjara­bót­um og sagði hann inn­lenda þjón­ustu­geir­ann þann hluta sem byði upp á mestu tæki­færin.

Fleira áhugavert: