Fljótandi neðansjávar göng í fjörðum Noregs – $25 billjón (þúsund milljarðar) dollara verkefni

https://youtu.be/tUVbTKYIk9U

Heimild:    NPRA   rt

 

Leiðin frá suðurhluta borgarinnar Kristiansand til Þrándheims í norðri kallar á að fari þurfi með 7 ferjum. Flestir vatnaleiðir eru breiðar og með djúpu vatni og er því ekki gerlegt að reisa hefðbundnar brýr. Göngin myndu stytta ferðina um rúmlega 10 klukkustundir.

Göngin eru byggð upp með bognum steypurörs einingum, 2 samhliða rör sem leyfa tvöfalda umferð í sitthvora aksturstefnuna. Rörin eða flotgöngin verða svo fljótandi í allt að 30 metra undir yfirborðinu. Rörin verða studd af flotprömmum á yfirborði og haldið stöðugt með stórum sambyggðum burðarsúlum. Til að auka stöðugleika, verður hægt að festa burðarsúlur á berggrunninum.

Á yfirborðinu verða breiðar eyður milli flotprammana til að leyfa ferjum að fara í gegnum foltgöngin.

Að ferðast í göngunum mun vera sama upplifun eins og að keyra í gegnum aðrar gerðir gangna, að sögn Arianna Minoretti, háttsettum verkfræðing við NPRA.

„Mannvirkið verður fært um að takast á við veðurfar í landinu og þetta auðveldar einnig allt aðgengi að dreifbýli Noregs. Að hafa þessa tengingu þýðir að fólkið þarf ekki að bíða eftir þyrlu til að fara á sjúkrahús,“ segir Minoretti.

Verkefnið er áætlað að vera lokið 2035, og mun landslagið verða varðveitt fyrir þá sem enn vilja fara þessar fallegu leiðir.

Fleira áhugavert: