Konur í iðngeinum (karlastörfum?) – Stofna félagasamtök

Heimild:  mbl

 

konurFyr­ir­hugað er að stofna fé­lag kvenna sem starfa í karllæg­um iðngrein­um hér­lend­is, í kjöl­far óform­legs fund­ar hóps iðnkvenna, sem hald­inn var fyr­ir skömmu.

Hug­mynd­in spratt upp úr hópn­um Kon­ur í iðnaðar­störf­um, sem Guðný Helga Gríms­dótt­ir smiður stofnaði á Face­book. Þar ræddu kon­ur sam­an um mis­mun­andi iðngrein­ar og stöðu sína í þeim. Svan­björg Vil­bergs­dótt­ir, lög­gilt­ur meist­ari í pípu­lögn­um, sem tók sveins­próf í pípu­lögn­um 2011 og meist­ara­próf 2013, seg­ir að fljót­lega hafi komið í ljós í þess­um umræðum að kon­ur í karllæg­um iðngrein­um vildu hafa sam­eig­in­leg­an vett­vang og í kjöl­farið hafi verið stofnaður hóp­ur­inn Fag­kon­ur. Í kjöl­farið hafi þær Guðný Helga ákveðið að boða til óform­legs fund­ar um mik­il­vægi þess að stofna fé­lag fyr­ir kon­ur í þess­um grein­um.

Marg­ar kon­ur sama sinn­is

„Ég hef hugsað um þetta lengi,“ seg­ir Svan­björg og árétt­ar að hún sé ekki ein á þess­ari skoðun, því marg­ar kon­ur séu sama sinn­is. Það hafi greini­lega komið fram á um­rædd­um fundi. Hann hafi verið vel sótt­ur en marg­ar kon­ur hafi þurft að boða for­föll vegna vinnu úti á landi eða er­lend­is.

„Við fór­um líka yfir ríkj­andi viðhorf til kvenna í þess­um iðngrein­um og áreiti sem þær verða fyr­ir,“ seg­ir Svan­björg. „Það vant­ar vett­vang fyr­ir okk­ur til þess að hitt­ast og tala sam­an auk þess sem okk­ur lang­ar til þess að styðja kon­ur sem vilja fara út í svona nám, kynna iðnnám fyr­ir stelp­um í grunn- og fram­halds­skól­um og gera þeim grein fyr­ir því að þær eiga val um að fara í iðngrein. Nám í þess­um grein­um er ekki aðeins fyr­ir karl­menn, en marg­ar kon­ur gera sér ekki grein fyr­ir því og þess vegna dett­ur þeim þessi mögu­leiki ekki í hug.“

Svanbjörg VilbergsdóttirNám í pípu­lögn­um varð fyr­ir val­inu hjá Svan­björgu laun­anna vegna. Hún seg­ir að sem ein­stæð móðir með tvö börn hafi hún þurft á góðum tekj­um að halda. „Ég þurfti að fá laun eins og karl­maður til þess að sjá fyr­ir okk­ur,“ seg­ir hún.

Svan­björg seg­ir að á fund­in­um hafi verið áber­andi að kon­ur eiga oft erfitt með að fá samn­ing, en hún seg­ist sjálf hafa verið hepp­in með meist­ara, hafi strax kom­ist á samn­ing hjá JB Pípu­lögn­um og fyr­ir­tækið hafi reynst henni vel. Nú á hún og rek­ur fyr­ir­tækið Lagna­fóðrun, sem sér­hæf­ir sig í því að fóðra skolplagn­ir. „Það er al­veg vit­laust að gera,“ seg­ir hún.

Guðný Helga hef­ur tekið að sér að sjá um und­ir­bún­ings­vinn­una fyr­ir stofn­fund­inn. Fé­lag pípu­lagn­inga­meist­ara hef­ur aðstoðað þær með aðstöðu og Iðan fræðslu­set­ur hef­ur einnig verið þeim inn­an hand­ar, meðal ann­ars við að finna nöfn kvenna sem hafa út­skrif­ast í viðkom­andi grein­um. Svan­björg seg­ir að um 40 kon­ur séu í bygg­ing­ar­grein­un­um en þær eigi eft­ir að fá yf­ir­lit yfir kon­ur í ýms­um öðrum grein­um eins og rafiðn og járn­smíði. „Marg­ar kon­ur starfa í þess­um grein­um og við vilj­um líka ná til þeirra.“                               

 

Fleira áhugavert: