Hvað segir kúkurinn um heilsu þína?

Heimild: spyr

 

kukurÞað getur vel verið að ykkur finnist óþægilegt að tala um hægðir eða hvernig kúkurinn er, en við vitum samt öll að hægðirnar skipta miklu máli og góðar hægðir eru oftar en ekki staðfesting á góðri heilsu.

Þess vegna ætlum við að biðja ykkur um að skoða vel plakatið sem fylgir þessari grein. Þar eru skemmtilegar og myndrænar lýsingar á því hvernig kúkurinn er að segja töluvert um þína heilsu.

Sem dæmi má nefna er það merki um að þig vanti trefjar og vökva, ef þú kúkar mörgum kúkum.

Langur ,,bananalaga” kúkur er langbestur. Þá ertu í fínum málum.

Niðurgangur eða vökvakenndur kúkur er merki um að líkaminn er að reyna að losa sig við eitthvað sem er ekki gott. Í þessum tilfellum skaltu drekka mikinn vökva.

Mörg lítil lambaspörð eru einnig merki um að þú þarft að borða meiri trefjar og drekka meiri vökva.

Mjúkar litlar kúlur eru ekki slæmar, sérstaklega ef þú ert þá að kúka nokkrum sinnum á dag.

Harður og langur kúkur, sem er eins og samsettur af litlum kúlum, er eðilegur. Hins vegar máttu gjarnan drekka meiri vökva.

Mjúkur en nánast loðkenndur kúkur er merki um að þú ert á næsta stigi við niðurgang og hægðirnar því ekki alveg eins og þær eiga að vera.

Mjúkur og líklegur til að festast vel við klósettskálina og skilja eftir sig er merki um að líkaminn þinn er ekki að vinna nægilega vel úr fitu sem þú borðar. Í raun er þetta merki um að þú ert að borða of mikla olíu. Líkaminn þarf að geta unnið betur úr þessu.

Liturinn á kúknum: Liturinn á kúknum á hreinlega að vera þessi skítabrúni sem við könnumst við:-)

Neðst á plakatinu getið þið lesið ykkur aðeins til um hvaða merkingu það hefur ef kúkurinn er gulkenndur, grænn, of dökkbrúnn o.s.frv. Textinn er á ensku.

Gott er að miða við að kúka 1-2 á dag, en þetta er þó misjafnt hjá fólki.

 

Fleira áhugavert: