Nýtt vatnsár hafið hjá Landsvirkjun

Heimild:  landsvirkjun

 

vatn-aNýtt vatnsár hófst hjá Landsvirkjun þann 1. október, en um það leyti eru miðlanir yfirleitt í hæstu stöðu eftir vorleysingar, jöklabráð sumarsins og upphaf haustrigninga. Þegar haustrigningum lýkur og vetur gengur í garð er byrjað að nýta miðlunarforðann. Vatn frá miðlunum stendur undir um helmingi af orkuvinnslu Landsvirkjunar yfir veturinn og fram á vor.

Sunnanlands var sumarið hlýtt, sólríkt og frekar þurrt. Fyrir norðan og austan var sumarið hinsvegar votviðrasamt og hiti í meðallagi. Heildarinnrennsli til miðlana Landsvirkjunar var aðeins undir meðallagi.

Staðan í byrjun þessa vatnsárs er góð. Heildar miðlunarforði stendur í rúmlega 97% af mögulegri fyllingu, sem er mun betra en á sama tíma 2015. Hálslón er enn á yfirfalli og hefur verið það síðan 20. ágúst. Aðeins um einn metra vantar á að Þórisvatn fyllist. Niðurdráttur í miðlunum er ekki hafinn á vatnasvæðum Landsvirkjunar.

Vinnslukerfi Landsvirkjunar má nú heita fullnýtt þar til gufuaflsstöðin að Þeistareykjum kemur í rekstur í október að ári. Þrátt fyrir góða stöðu í miðlunum eins og að ofan er lýst ræðst það af veðurfarinu nú í haust og vetur hvort það takist að anna allri eftirspurn eftir sveigjanlegri og víkjandi orku á komandi vetri.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar:www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun

Fleira áhugavert: