Þeystarreykjavirkjun mun mala gull fyrir Þingeyjarsveit – Eitthundrað milljónir króna á ári?

Heimild:  visir

 

 

Júlí 2016

Þeistareykjavirkjun er þegar orðin gullmoli fyrir Þingeyjarsveit. Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins af virkjunni verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári, eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni.

Jörðin Þeistareykir eru í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, sem fær leigutekjur af jörðinni, fasteignagjöld af mannvirkjunum og afgjald af hverri seldri kílóvattstund.

Jörðin Þeistareykir eru í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, sem fær leigutekjur af jörðinni, fasteignagjöld af mannvirkjunum og afgjald af hverri seldri kílóvattstund.STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON

Framkvæmdir standa nú sem hæst á Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun reisir 90 megavatta jarðvarmavirkjun. Í Þingeyjarsveit sjá menn fram að virkjunin muni umbylta fjárhag þessa 900 manna sveitarfélags.

„Jörðin Þeistareykir er í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar og við erum með samning við Landsvirkjun um leigu á jörðinni,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.

Leigutekjur tóku að streyma inn í sveitarsjóð fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið fær einnig umtalsverðar tekjur af sölu á efni úr jarðvegsnámum og af leyfisgjöldum.

Og þegar stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar verður tilbúið og virkjunin tekur til starfa fara stóru peningarnir að tikka inn, afgjald af hverri seldri kílóvattstund og fasteignagjöld af mannvirkjunum.

theystareykjavirkjun

Smella á myndir til að stækka

Oddvitinn Arnór Benónýsson segist hafa verið búinn að slá á það fyrir tveimur árum að tekjur sveitarfélagsins af Þeistareykjavirkjun yrðu á bilinu 80 til 100 milljónir króna á ári. Í dag væru það sennilega ekki undir 100 milljónum. Tekjur af virkjuninni yrðu um einn sjöundi af heildartekjum sveitarfélagsins.

En svona gerist ekki án fórna, landslagi Þeistareykja er raskað.

„Þetta er bara allt mjög vel gert þarna uppi á Þeistareykjum. Við eigum mjög gott samstarf við Landsvirkjun. Þeir upplýsa okkur vel og við getum alltaf óskað eftir upplýsingum eða bent á eitthvað sem við kannski viljum kannski að mætti betur fara. Þannig að við eigum í mjög góðu samstarfi við þá,“ segir Dagbjört sveitarstjóri.

Fleira áhugavert: