HS Orka – hagnaður 1.278 millj­ón­um jan-júní 2016

Heimild:  mbl

 

hs-orkaHagnaður HS Orku hf. fyrstu sex mánuði árs­ins nam 1.278 millj­ón­um en á sama tíma í fyrra var hagnaður af rekstri 142 millj­ón­ir. Rekst­ar­tekj­ur námu 3.507 millj­ón­um en þær voru 3.824 millj­ón­ir í fyrra. Helsta skýr­ing á lækk­un rekstr­ar­tekna er lækk­un ál­verðs og minni sala raf­magns til fiski­mjöls­verk­smiðja vegna lakr­ar loðnu­vertíðar.

Þá voru fjár­magnsliðir já­kvæðir um 874 millj­ón­ir en nei­kvæðir um 1.568 millj­ón­ir á sama tíma­bili í fyrra. Hækk­un á virði af­leiða, þ.e. framtíðar­virði orku­sölu­samn­inga sem tengj­ast ál­verði, er meg­in­or­sök breyt­ing­ar­inn­ar, en þeir voru já­kvæðir um 841 millj­ón króna á fyrstu sex mánuðum 2016 en lækkuðu um 1.239 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili 2015. Áhrif geng­is­breyt­inga voru já­kvæð um 150 millj­ón­ir en nei­kvæð um 282 millj­ón­ir á sama tíma­bili 2015.

Heild­ar­hagnaður nam 1.193 millj­ón­um á fyrri helm­ingi árs­ins 2016 sam­an­borið við hagnað upp á 75 millj­ón­ir á sama tíma­bili 2015.

Eig­in­fjár­hlut­fallið 30. júní 2016 er áfram mjög hátt eða 62,3% en var í árs­lok 2015 58,6%.

Fleira áhugavert: