Hveradalir – 8.500 fermetra baðlón, hótel og skíðasvæði (sjá myndir)

Heimild:  hafnarfrettir

 

hveradalir

Smella á myndir til að stækka

Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli.

Fram kemur í fundargerð nefnd­arinnar að byggt verði allt að 210 herbergja hótel og að gert verði 8.500 fermetra baðlón í botni Stóradals ásamt baðhúsi sem verður sambyggt hótelinu.

„Fyrirhugað er að nýta heitt affallsvatn sem fellur frá Hellisheiðarvirkjun sem er skiljuvatn eða úrgangsvatn sem verður endur­nýtt fyrir starfsemina,“ segir um baðlónið.

hveradalir-cÞá er sagt fyrirhugað að setja upp skíðalyftu á sama svæði og gamla lyftan var á í Hveradölum og byggja aðstöðuhús við skíðabrekkuna. Byggja eigi gróðurhús sunnan við skíðaaðstöðuna. „Gróðurhús eða þjónustuhús gæti verið um 1.000 fermetrar með fjölbreytni í ræktunarmöguleikum og verslun og veitingar.“

Áætlað er að aðalbygging hótelsins verði þrjár hæðir með um 180 herbergjum og síðan verði annað hús með um 30 herbergjum.

„Nánast öll uppbyggingin er á röskuðu svæði sem hefur verið útivistarsvæði,“ segir skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

hveradalir-b    hveradalir-d

hveradalir-f     hveradalir-ghveradalir-a     hveradalir-e

Fleira áhugavert: