Ekki fleiri hraðhleðslustöðvar í Kópavogi? – Meta á væntanlega gjaldtöku ON

Heimild:  visir

 

September 2016

rafhledslustod

Smella á myndir til að stækka

Gatnamálastjóri og umhverfisfulltrúi Kópavogs mæla með því að bærinn fjárfesti ekki strax í raðhleðslustöðvum fyrir rafbíla og reki þær.

„Talið er að fýsilegasti kostur sveitarfélagsins sé að fylgjast vel með og meta aðstæður á komandi ári og miða við aðgerðir Orku náttúrunnar varðandi ákvörðunartöku um gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum og uppbyggingu innviða hraðhleðslustöðva ásamt því að fylgjast með alheimsþróun á rafhleðslum og innviðum,“ segir í umsögn embættismannanna til bæjarráðs Kópavogs.

„Óvissustig á markaði er mikið og þá sérstaklega út af mjög örum breytingum og hraðri þróun á sviði rafbíla og innviða fyrir rafbíla,“ segja embættismennirnir. Fyrir Kópavogsbæ séu möguleikarnir í uppbyggingu og rekstri tvíþættir.

„Telst aðkoma sveitarfélagsins geta verið sú að reka hraðhleðslustöðvar eða bjóða upp á rekstur á hraðhleðslustöðvum á fyrirfram skilgreindum bílastæðum á bæjarlandi.“

kopavogur

Fleira áhugavert: