Laugardagsvöllur – Nýtt útlit þjóðarleikvangsins

Heimild:   visir

 

laugardalsvollur

Smella á myndir til að stækka

Hugmyndir KSÍ um Laugardalsvöll voru kynntar á fundi borgarráðs í síðustu viku. Þar var einnig kynntur nýr völlur sem teiknaður var af Yrki arkitektum að frumkvæði borgarinnar.

Borgin fól Yrki að skoða mögulega stækkun vallarins og byggingarmagn. Útfærsla Yrkis miðast ekki við hugmyndir KSÍ heldur er hún frumskoðun til að átta sig á aðstæðum og möguleikum.

KSÍ hefur sagst vilja byggja völlinn án aðkomu borgarinnar. Var lagt til í borgarráði að hefja formlegar viðræður um kaup KSÍ á vellinum. Takist fjármögnun er stefnt á sameiginlega viljayfirlýsingu frá ríki, Reykjavíkurborg og KSÍ.

Í teikningum Yrkis er gert ráð fyrir 15.800 nýjum sætum og tæki völlurinn þá 25.600 áhorfendur. Þá verði gamla stúkan rifin og völlurinn færður til vesturs. Í nýju stúkunni verði hótel, íþróttaakademía og skóli.
laugardalsvollur-aKSÍ hefur þó aðrar hugmyndir um völlinn sem byggjast á hugmyndum frá fyrirtækinu Borgarbrag. Þar er gert ráð fyrir opnanlegu þaki yfir öllum vellinum og starfsemin myndi tengjast við erlendar umboðsskrifstofur tónlistarfólks og skipuleggjendur stórra viðburða. Slíkt rekstrar­módel verður nú æ algengara erlendis. Með aðkomu slíkra aðila að rekstri og jafnvel eignarhaldi vallanna er tryggður mun betri rekstrargrundvöllur.

KSÍ hefur rætt við slík fyrirtæki sem hafa sýnt verkefninu áhuga.

Þar sem um þjóðarleikvang í knattspyrnu og frjálsíþróttum er að ræða er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aðkomu ríkisins að málinu, svo sem að tryggja fjármögnun á nýjum þjóðarleikvangi í frjálsíþróttum, sem er ein af forsendum verkefnisins.

Fleira áhugavert: