Saugerlar í neysluvatni á Flateyri

Heimild: ruv

 

flateyri-d

Smella á mynd til að sjá umfjöllum

 

flateyri-aÍbúar á Flateyri hafa enn engar upplýsingar fengið frá Ísafjarðarbæ um viðeigandi ráðstafanir vegna saurgerlamengunar sem greindist í neysluvatni í byrjun mánaðar. Bæjarstjóri segir að bæta þurfi upplýsingaflæði til íbúa og að ráðast þurfi í ferla til að bæta upplýsingaflæðið.

Mikil óánægja er meðal íbúa á Flateyri eftir að í ljós kom saurgerlamengun í neysluvatni bæjarins í síðustu viku. Vatnsból Flateyringa eru á tveimur stöðum fyrir ofan bæinn. Vatnið er yfirborðsvatn og er saurgerlamengunin rakin til rigningaveðurs og leysinga.

Ráðist var í viðgerð á hreinsunarbúnaði á föstudaginn eftir að sýnataka 12. september leiddi í ljós saurgerlamengun en þá bárust einnig fyrstu fréttir af menguninni til íbúa í frétt Bæjarins besta,staðfestar af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Soffía Ingimarsdóttir er íbúi á Flateyri: „Maður er ekki látinn vita. Það er svo auðvelt árið 2016 að senda sms. Í gegnum tölvur og slíkt. Ég held að í því felist mesta reiðin.“

flateyri

Smella á myndir til að stækka

Ekki er vitað hversu lengi saurgerlamengunin varði en ljóst er að þann 1. september fengu Heilbrigðiseftirlitið og Ísafjarðarbær upplýsingar um mengun. Ekkert var þó aðhafst til að upplýsa íbúa um viðeigandi ráðstafanir og hafa þeir enn engar upplýsingar fengið frá bæjaryfirvöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ virðast upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu hafa misfarist í kerfi bæjarins.

„Ég er alveg sammála því að það á að upplýsa um að leið og þessi atvik koma upp,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. En það hefur ekki ennþá verið gert? „Nei, ekki samkvæmt þessu, nei.“ Hvaða ferlum ætlið þið að breyta helst? „Fyrst og fremst bara að tryggja hvert skilaboðin frá Heilbrigðiseftirlitinu eiga að fara. Og þá hvernig bregðast skuli við, þá með þessum tvenna hætti að tryggja að menguninni sé útrýmt en hins vegar að upplýsa íbúana og ég held að það eigi að vera mjög auðvelt að kippa þessu í lag.“                   

Fleira áhugavert: