Vindmyllur – Barátta

Grein/Linkur:  Dularfullu markaðslögmálin

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:   Orkubloggið

.

Kennedy Wind

.

Júlí 2008

Kíkóti og vindurinn

donki-kote

Donki kote – SMELLA Á MYNDIR TIL AÐ STÆKKA

Öll þekkjum við söguna um Don Kíkóta, sem barðist við vindmyllur. Sem hann hélt vera ægileg tröll. En sumir berjast í alvöru við slíka spaða. Undanfarin ár hefur Kennedy-fjölskyldan barist hatrammlega gegn skipulagstillögu, sem gerir ráð fyrir að reistar verði gríðarstórar vindtúrbínur utan við strönd Þorskhöfða og Martha’s Vineyard. Kennedyarnir eru reyndar afskaplega mikið fyrir umhverfisvernd. Þannig að þessi barátta þeirra gegn vindorkunni er svona týpískt NIMBY („Not in My Back Yard“). Enn er ekki útséð með hvort Kennedyarnir fara með sigur af hólmi í þessari baráttu gegn fyrirtækinu Cape Wind. Líkurnar á því hljóta þó að fara minnkandi, því mikill almennur stuðningur er við þetta verkefni.

Þetta vindorkuver yrði fjárfesting upp á nærri milljarð dollara. Alls myndu rísa þarna 130 gríðarstórir turnar með vindtúrbínum,  6-17 km utan við ströndina. Hæð þeirra er áætluð um 135 metrar. Til samanburðar, þá er Hallgrímskirkja um 75 m há.

Orkuframleiðslan gæti orðið um 420 MW, sem er nærri 2/3 þess sem Kárahnjúkavirkjun framleiðir. Í dag kemur rafmagnið á þessu svæði að mestu frá olíu- og gasorkuverum, með tilheyrandi kolefnislosun.

Offshore_wind2

Offshore_wind

Enn sem komið er, hafa mjög fá vindorkuver verið byggð í sjó (þ.e. utan við ströndina). Þau eru m.ö.o. nánast öll á landi, sem bæði hefur umtalsverð áhrif á útsýni og kallar einnig á mikla landþörf. Í framtíðinni er afar líklegt að vindorka verði í meira mæli virkjuð útí sjó, enda er vindur þar almennt miklu stöðugri. Sem hentar vindtúrbínum afskaplega vel. Það eru Danir sem standa hvað fremst í því að virkja vind utan við ströndina. Þeir eiga m.a. nokkur stærstu vindorkuverin af þessu tagi. Eitt þeirra er Horns Rev og er úti Norðursjó, 14-20 km út af Esbjerg. Verið framleiðir um 160 MW (með 80 túrbínum frá Vestas).

Myndin hér að ofan er einmitt frá Horns Rev vindorkuverinu. Danir eru stundum seigir. A.m.k. er Vestas í alvöru bisness. Meðan REI og Orkuveitan virðast aðallega vera að eltast við einhver þróunarverkefni í fátækustu löndum heims, kostuð að alþjóðastofnunum. Virðast helst hafa þann tilgang að Össur geti þotist um heiminn og skoðað sig um. Væri ekki nær að íslensk jarðhitaútrás væri í höndum einkaaðila?

Wind_samsoe

Wind_samsoe

Stærsta vindorkuverið, sem nú er í undirbúningi útí sjó, er 500 MW ver um 25 km utan við Suffolk á austurströnd Englands. Þetta er fjárfesting upp á 1,8 milljarð USD og samanstendur af 140 vindtúrbínum, sem hver og ein mun framleiða um 3,6 MW. Framkvæmdirnar munu hefjast á næsta ári (2009) og túrbínurnar koma frá Siemens. Það er hörð samkeppni í þessum bransa.

En það er líka mikið að gerast. T.d. hóf nýtt vindorkuver, rúmlega 20 km utan við strönd Hollands, starfsemi fyrir um einum mánuði. Þar framleiða 60 Vestas-túrbínur 120 MW.

Fleira áhugavert: