Plastagnir næsta stóra umhverfisvandamál – Hægt er að hreinsa 99% plastagna úr frárennsli

Heimild:   visir

 

Gríðarlegt magn óumhverfisvænna plastagna berast út í hafið í kringum Ísland með skólpi á hverjum degi, margfalt meira en í nágrannalöndum okkar samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Doktor í umhverfisefnafræði segir að dreifing plastagna verði næsta stóra umhverfisvandamál heimsins.

plastagnir-aNorrænir vísindamenn rannsökuðu nýverið hversu mikið magn plastagna, eða microbeads eins og þær kallast á ensku, berast út í hafið með skólpi á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Agnirnar eru örsmáar og finnast til að mynda í hinum ýmsu snyrti – og hreinlætisvörum. Eiturefni fylgja ögnunum, þær eru óuppleysanlegar og brotna ekki niður í líffverum.


„Samanborið við Svíþjóð og Finnland þá erum við ekki að hreinsa skólp nægilega vel. Þessi lönd eru að hreinsa það töluvert mikið betur en við erum að gera og eru að ná rúmlega 99 prósent af ögnunum úr sínu skólpi á meðan allt okkar skólp fer svo til óhreinsað að þessu leyti út í hafið,“ segir Hrönn Ólína Jörunsdóttir doktor í umhverfisefnafræði og meðhöfunudur skýrslunnar.

Hún segir niðurstöðurnar nokkuð sláandi, sérstaklega samanborið við nágrannalöndin.

sjorinn„Magnið sem að ein stöð hérlendis er að sleppa út er hundraðfalt meiri heldur en þessar stóru stöðvar sem við vorum að skoða í Svíþjóð og Finnlandi.“

Umræða um áhrif plastagna á umhverfi og lífverur er nokkuð ný af nálinni.

„Það er ekkert mjög langt síðan þessar agnir voru uppgötvaðar í umhverfinu. Vísindamenn telja að þetta sé orðið það alvarlegt mál að það er farið að leggja mikinn þrýsting á að banna þessar plastagnir, það eigi ekki að nota þær í neytendavörur. Við í rauninni teljum að þetta sé næsta stóra umhverfisvandamál sem við þurfum að takast á við,“ segir Hrönn.

Bandarísk og bresk stjórnvöld eru á meðal þeirra sem hafa bannað plastagnir í snyrtivörum, en algengasta plastefnið í slíkum vörum er polyethylene, sem skammstafað er skammstafað PE. Hrönn vill að íslensk stjórnvöld banni efnin.

„Þær eiga ekki heima í neytendavörum. Við vitum það að við erum ekki að ná að hemja þær úr okkar affallsvatni, það er engin leið að hemja þær þegar þær eru komnar út í umhverfið. Það eru allar viðvörunarbjöllur á fullu að reyna að vara okkur við.“

 

Fleira áhugavert: