Vatn frá Bandaríkjunum selt á Íslandi – Ódýrara en frá íslenskum framleiðendum

Heimild:  ruv

 

poland-springÞað er ódýrara að flytja inn vatn erlendis frá og selja í verslunum heldur en að kaupa vatn frá íslenskum framleiðendum. Þetta segir Stefán Guðjónsson, forstöðumaður innkaupasviðs Samkaupa. Fyrirtækið fékk sendan gám með vatni frá Bandaríkjunum fyrir slysni.
poland-spring-a Tónskáldið Örlygur Smári vakti athygli á því á Facebook að vatn væri flutt inn erlendis frá og selt í verslunum hér á landi.

Stefán segir það ekki hafa verið ætlunina að panta vatn, það hafi komið fyrir slysni í stað annarrar vöru. „Þess vegna er það líka selt í einni verslun, sem sagt Selfossi, því magnið var lítið,“ segir Stefán í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Hann bendir á að vatnið sé ódýrara en það sem hægt er að kaupa af íslenskum framleiðendum þó það sé búið að flytja það yfir Atlantshafið, greiða af því toll og flytja það austur.

maine

Poland vatnið er framleitt í Maine Bandaríkjunum – Smella á myndir til að stækka

                                                       

Fleira áhugavert: