Rafbílar – ON hyggst hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum

Heimild:  ruv

 

ONA

Smella á mynd til að sjá frétt

Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum fyrir rafbíla á næsta ári. Rafbílum hefur snarfjölgað undanfarið.

Hægt er að hlaða rafbíla  hvar sem menn komast í rafmagn, en komist rafbílaeigendur í hraðhleðslustöðvar tekur hleðslan mun skemmri tíma eins og nafnið bendir til. Orka náttúrunnar hóf þróunarverkefni árið 2014 með uppsetningu hraðhleðslustöðva í því skyni að ýta undir rafbílavæðingu á Íslandi.

Óhætt er að segja að rafbílavæðing sé hafin, því þegar verkefnið fór af stað voru um 50 rafbílar á landinu, en núna eru þeir um eitt þúsund. Búið er að koma upp þrettán hraðhleðslustöðvum, 6 á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Selfossi, Akranesi, Reykjanesbæ, Borgarnesi, við Hellisheiðarvirkjun og tveimur á Akureyri. Rafbílaeigendur hafa getað hlaði bíla sína á þessum stöðvum  án endurgjalds, en breyting verður á því á næsta ári.

„ Þetta tilraunaverkefni, því er nú að ljúka, og það hefur alltaf staðið til að hefja gjaldtöku og innheimta fyrir þessa þjónustu við viðskiptavinina. Við erum að skoða þau mál núna og búumst við því að það verði á næsta ári,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar. Hún segir ekki ljóst hvað rafmagnið í hraðhleðslustöðvunum muni kosta.

Staðsetningar hraðhleðslustöðvanna voru valdar með það að markmiði rafbílaeigendur komist í rafmagn með nægilega stuttu millibili. Mismunandi tengibúnaður er á rafbílunum, en Áslaug segir a stöðvarnar geta sinnt þeim öllum. Hún útilokar ekki samkeppni á hraðhleðslustöðvamarkaðnum..

„Við vonum það. Ástæðan fyrir því að Orka náttúrunnar  fór af stað í þetta tilraunaverkefni, sem hefur tekist ansi vel og við ætlum að halda áfram með, en ástæðan var sú að við vildum leggja okkar af mörkum í orkuskiptum í samgöngum og við vonum svo sannarlega að fleiri komi þar að,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir.

on

Fleira áhugavert: